Ráðunautafundur - 14.02.1978, Qupperneq 22
Frá fengitímalokum og fram til 1. maí leggja ærnar í D flokki
einna mest af, enda voru þær í' bestum holdum aö fengitíma loknum.
Svipuð aflegging kemur fram hjá ánum í C flokki, en nokkuð minni
í A og B flokki. Se litið á tímabilið frá 26. nóvember til
1. maí kemur í ljós,að fóðurbætisflokkarnir (A, B og D) hafa
allir hækkað í holdastigum, og B flokkurinn, fóðurblönduflokkurinn,
mest. Aftur á móti hafa ærnar í C flokki , töðuflokkurinn, lagt
mikið af eða um 0,5 stig til jafnaðar.
III. Frjósemi ánna.
Tafla 5 sýnir frjósemi ánna og tafla 6 sýnir þunga 26. nóvem-
ber, 3. janúar og 1. maí og þyngdarbreytingar milli þessara
vigtana, þeirra áa, sem gengu með einu (a) eða tveimur fóstrum
(b) og holdastig og holdabreytingar sömu áa.
5, tafla. Frjósemi ánna.
Fl. Tvílembdar Einlembdar Algeldar Lömb/ á
Tala % Tala % Tala 0. 'O
A 37* 77,1 11 22,9 0 0,0 1,79
. B 37* 74,0 12 24,0 1 2,0 1,72
C 27 54,0 22 44,0 1 2,0 1,52
D 35** 71,4 13 26,5 1 2,0 1,73
* Ein ær var þrílembd
** 2 ær voru þrílembdar.
Eins og taflan sýnir er frjósemin mest í A flokki. Þar voru
77,1% ánna tví- og þrílembdar. Nokkru minní en þó ekki raunhæft,
í B og C flokki, 74,0 og 71,4 í hvorum flokki fyrir sig. Aftur á
móti er frjósemin langtum lægst £ C flokki og reyndist háraunhæfur
munur á honum og hinum flokkunum (x^ = 7,04**).