Ráðunautafundur - 14.02.1978, Síða 24
318
viö sig holdum á þessu tímabili, en minnst í D flokki. C flokks-
ærnar skera sig úr, eins og viö má búast, en þær leggja af á
essu tímabili um 0,31 stig. Þaö sama á sér staö meö þær ær, sem
urðu einlembdar í þessum flokki, en í minna mæli.
Eftir fengitíma og fram til 1. maí leggja þær ær af, sem
uröu tvílembdar, £ öllum flokkum, en mest varö afleggingin í
C og D flokkuniim.,0,4 stig,en nokkru minna í A og B flokkum,
eða 0,2 stig.
Hjá þeim ám, sem urðu einlembdar, er afleggingin mest í B og
D flokkum en þessar ær höföu lægst holdastig í byrjun tilraunar-
innar og eru ef til vill eðlisrýrar ær. Einlemburnar í A og C
flokkum standa nokkurn veginn í stað hvað holdastig snertir,
enda voru þær í góðum holdum viö upphaf tilraunarinnar.
IV. Fæðingarþungi og vaxtarhraði lamba.
7. tafla sýnir meöalfæöingarþunga lamba, þrílembinga,
lembinga og einlembinga sér og eftir kynjum.
tví—