Ráðunautafundur - 14.02.1978, Page 26
320
Eins og vænta mátti er fæðingarþungi tvílembinga lægstur í
C flokki>enda eru tvílemburnar í þessum flokki vanfóðraðar allan
veturinn. Raunhæfur munur (F = 3,05*) er á fæðingarþunga tví-
lembings hrúta í þessum flokki annars vegar og í A og B flokkum
hins vegar.
Aftur á móti er raunhæfur munur á fæðingarþunga tvílembings-
gimbra £ C flokki annarsvegar og tvílembingsgimbra í B og D
flokkum.,hvers fyrir sig, hinsvegar. (F = 6,7 3**). Ekki reyndist
raunhæfur munur á fæðingarþung^ einlembinga, enda koma áhrif
vanfóðrunar síður niöur á þeim nema hún sá því meiri.
Tafla 8 sýnir vaxtarhraða lamba í grömmum á dag frá fæðingu
til rúnings (júní-júlí). Þrílembingar eru reiknaðir með tví-
lembingum þar sem þeir gengu tveir undir.
Ekki reyndist raunhæfur munur á vaxtarhraða tvílembingshrúta
milli flokka. Hinsvegar reyndist raunhæfur munur (F = 2,71*)
á vaxtarhraða tvílembings gimbranna í C flokki annarsvegar og
hvers hinna flokkanna fyrir sig, hinsvegar. Ekki kom fram raunhæfur
munur á vaxtarhraða einlembinganna, hvorki hjá hrútum ná
gimbrum.
V. Afurðir ánna á dilkakjöti.
9. tafla sýnir meðalfallþunga lamba, tvílembinga og ein-
lembinga, hrúta og gimbra, leiðrátt fyrir aldri. Þeir tvílemb-
ingar,sem gengu einir undir ,eru taldir með einlembingunum.