Ráðunautafundur - 14.02.1978, Síða 27
321
9. tafla. Meðalfallþungi lamba, kg.
Tvílembingar Einlembingar
Fl. Tala H Tala G Tala H+G Tala H Tala G Tala H+G
A 28 14,6 33 14,1 61 14,4 8 18,2 6 17,9 14 18,1
B 35 14,7 28 14,5 63 14,6 8 18,9 6 18,8 14 18,9
C 24 13,9 22 13,4 46 13,7 13 18,9 9 17,9 22 18,5
D 35 14,6 24 14,1 59 14,4 7 19,1 8 17,2 15 18,1
Eins og taflan sýnir er lítill og óraunhæfur munur á fall-
þunga tvílembingshrúta í fóðurbætisflokkunum (A, B og D). Tví-
lembingshrútarnir í C flokki skera sig úr,en þó er ekki um raun-
hæfan mun að næða .jnilli þeirra og B flokkshrútanna, sem eru
þyngstir. Það sáma er að segja um tvílembingsgimbrarnar. Ef
fallþungi tvílembinga er tekinn saman,kemur fram raunhæfur
munur (F= 4,19*) milli C flokks tvílembinga annarsvegar og tví-
lembinga £ A, B og D flokkum hvers fyrir sig,hinsvegar..
Enginn raunhæfur munur kom fram á milli flokka á fallþunga
einlembinga, hvorki á hrútum, gimbrum, ná á báðum kynjum sam-
eiginlega.
IV. Alyktanir.
Þær ályktanir sem draga má af eins árs niðurstöðum þessarar
tilraunar eru í stuttu máli það að graskögglar, fóðurblanda og
fitublandaðir graskögglar (4% fóðurfita) virðast hafa mjög sviðuð
áhrif á þrif, frjósemi og afurðir ánna með lélegum heyjum.
Aftur á móti kemur fram^að fóðrun með lélegri töðu eingöngu
dregur mjög úr frjósemi ánna og afurðagetu tvílembna, en
virðast ekki skaða afurðagetu einlembna.