Ráðunautafundur - 14.02.1978, Blaðsíða 42
336
Áhrif plöntuvals á vaxtarhraða.
Það er athyglisvert, að £ sumum tilraununum kemur fram tals-
verður munur á vaxtarhraða lamba í léttbeittum og hóflega beittum
hólfum, þótt uppskera á hektara sé svipuð í báðum í lok beitar-
tímans, og það mikil, að hún ætti ekki að vera takmarkandi.
Mikill munur er hins vegar á heildaruppskeru á grip þegar tekið
er tillit til mismunandi hólfastærðar.
í töflu 6 eru tekin dæmi frá þremur stöðum. Tekin voru
meðaltöl endurtekninga af gróðri í lok beitar og fallþunga í
ábornum sauðfjárbeittum hólfum.
Tafla 6. Gróður £ lok beitar (hkg þ.e./ha) og fallþungi 1976.
Kálfholt Álftaver Auðkúluheiði
Beitar- þungi Gróður i lok beitar Fall- þungi Gróður í lok beitar Fall- þungi Gróður í lok beitar Fall- þungi
Létt 27.3 11.1 20.4 14.4 10.6 18.5
Hófleg 24.9 9.6 18.5 12.2 7.8 16.7
Þung 11.7 9.4 6.3 11.9 4.0 15.3
Af töflunni sást, að gróður £ hóflega beittu hólfunum á
þessum stöðum virðist ekki eiga að vera takmarkandi, en þó
munar talsverðu á fallþunga miðað við léttbeittu hólfin. Svipuð
tilhneiging kemur fram á fleiri stöðum, einnig £ óábornum hólfum,
en að v£su yfirleitt ekki jafn glöggt. Liklegt er að hér sé um
ræða áhrif af völdum aukinna möguleika búfjárins til að velja úr
grpður með hærra næringargildi £ stærri hélfunum, en engin vissa
er þó fyrir þv£. Auðvelt er að fá úr þessu skorið með saman-
burði á fóðurgildi bitins gróðurs, ef átmagnsrannsóknir verða
gerðar.
Rannsóknir á fóðurgildi uppskeru.
Uppskera frá öllum tilraunastöðunum var efnagreind og
meltanleikaprófuð, bæði til að reyna að finna áhrif beitarþunga
á fóðurgæði og til að reyna að finna orsakir fyrir mismunandi
þrifum búfjár £ tilraununum. Vöxtur lamba var ágætur á