Ráðunautafundur - 14.02.1978, Side 49
343
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1978.
GRÖÐURFAR 1 BEITARTILRAUNUM.
Ingvi Þorsteinsson og ölafur Gíslason
Rannsóknastofnun landbúnaÖarins.
Einn megintilgangur beitartilraunanna er aö kanna
áhrif mismunandi beitarþunga á gróðurfar (tegundasamsetn-
ingu) beitilandsins, bæði úthaga og ræktaðs lands. Til-
raunir. hafa naumast verið gerðar gagngert í þessum tilgangi
áður hér á landi, en með öðrum hætti hefur þetta verið
rannsakað í sambandi við kortlagningu og ákvörðun á beitar-
þoli afrétta og annars úthaga. Erlendis hafa þessi áhrif
beitar hins vegar víða verið könnuð, á úthaga einkanlega í
Bandaríkjunum,en á ræktað land á Bretlandseyjum, Nýja-Sjá-
landi og víðar. í mörgu getum við byggt á niðurstöðum
þessara rannsókna, einkum að því,er snertir áhrif mismunandi
beitarþunga á vaxtargetu plantnanna.
Tegundasamsetning og uppskerumagn gróðurlendis ákvarð-
ast að sjálfsögðu fyrst og fremst af þeim gróðurskilyrðum,
sem það býr við. Ef það fær að þróast nægilega lengi án
truflandi áhrifa, t.d. af völdum náttúruhamfara eða
ofbeitar, nær það að lokum jafnvægi við ríkjandi gróður-
skilyrði og breytist ekki að marki nema nægilega mikil
breyting verði á þeim. Gróðurlendið er þá byggt upp af
þeim tegundum plantna, sem henta þessum skilyrðum bezt og
£ þeim hlutföllum, sem innbyrðis samkeppni þeirra tegunda
hefur leitt til og eru einnig í beztu samræmi við gróður-
skilyrðin. Hafa verður í huga, að landfræðileg einangrun
íslands á verulegan þátt í tegundafæð íslenzkra gróður-
lenda,en það er atriði, sem alltof lxtið hefur verið gert
til að bæta úr.
En það er þetta gróðurjafnvægi, sem menn leitast við
að viðhalda í úthaganum og telja ofnýtingu og rányrkju, ef