Ráðunautafundur - 14.02.1978, Qupperneq 76
370
1 töflu 7 er ég að leika mér með tölur og reyna að gera
mér grein fyrir, hvað hafa þeir út úr þessari tilraun sem eiga
og nýta heiðina?
Þungaaukningin á tilraunaskeiðinu er þannig fundin að
lifandi þungi lambanna er þau voru flutt á heiöina, er dreginn
frá haustþunga þeirra. Kjötið reikna ég út með meðal kjöt-
prósentu í viðkomandi tilrauna hólfi (sjá töflu 5) og hugsa
ég mér lömbin jafnþung á kjöt er þau koma í tilraunina.
Verð á kjöt kg hef ég fundið eftir verðlagsgrundvelli
1. sept 1977 og er verð á gæru og slátri innifalið. Þar sem
45% af lömbunum fara í III flokk, hef ég lækkað verðið í sam-
ræmi við það. Áburðarmagnið á tilraunalandið var tvö fyrstu
árin 400 kg á ha af 26-14, en var x sumar 300 kg. Ástæðan
fyrir því, að nota. svona mikinn áburð fyrstu árin, er til að
koma sem fyrst rækt í landið, en minnka síðan skammtinn.
Þess vegna tek ég meðaltals eyðslu á ári af áburði, í þessa
útreikninga og er það 370 kg á 52 kr. pr. kg., en það kostaði
þessi áburður í vor, kominn á fremstu bæi . í Skagafirði. Til
að finna raunverulega, hvað áburðurinn gerir mikið, hef ég
dregið frá það afurðamagn sem ha gefur af sér x meðalbeitta
óáborna hólfinu nr. 12 1977 en þann arð fáum við án auka-
kostnaðar. Það sem helst kemur út úr þessu er að við getum
fjölgáð fénu á heiðinni, á samskonar landi, með áburðargjöf
allt að 8 sinnum miðað við sömu land nýtingu og kemur fram í
tilraunahólfum nr. 12 og nr. 16 sem sýnir okkur þvílíka
möguleika við eigum ónotaða £ afréttinni og að með þessum
áburði höfum við getað fengið 7800 kr. arð af'ha, þegar búið
er að draga frá áburðarkostnaðinn og það sem landið gefur
af sér án áburðar, til þess að greiða kostnað við dreifingu
og annan kostnað sem af áburðardreifingunni hlýst. Það
hljóta að vera geðveikir menn sem láta sér detta í hug að
drekkja slíku landi sem þessu undir virkjunarlón, á meðan
við höfum marga aðra möguleika á að virkja á landi sem ekki
hefur þessa möguleika.