Ráðunautafundur - 14.02.1978, Page 80
374
Helstu niðurstöður
Þessar þriggja ára niðurstöður, úr tilrauninni á Auð-
kúluheiði, sem núna liggja fyrir, sýna meðal annars að þessi
móajarðvegur sem liggur í 200 m hæð yfir sjó og vaxinn er
lyngi og þursaskeggi, reynist ágætlega til dilkakjötsfram-
leiðslu og tekur mjög vel áburði. Eykst notagildi landsins
allt aö 8 sinnum við notkun hans og borgar það kostnaðinn.
Þá kom fram að vaxtarhraði Oambanna helst mjög góður eftir að
þau koma á heiðina og fram til mánaöarmóta ágúst-september en
þá hægist verulega á honum í óábornu hólfunum en helst góður
í þeim ábornu. Sýnir þetta okkur að flýta beri göngum á
heiðinni fram aö mánaðarmótum ágúst-september.
Ef athugaður er fallþungi á tvílembingum í léttbeitta
hólfinu nr. 11 þá kemur í ljós að þar hefur orðið mjög lítil
minnkun á fallþunga, sem túlka má, að minnkandi fallþungi í
öðrum hólfum tilraunarinnar, orsakist lítið af tíðarfars-
sveiflu á þessum þremur árum, heldur af auknum fjölda tví-
lembinga og auknum beitarþunga í tilrauninni.
Þá kemur í ljós að sinumyndun í áborna tilraunalandinu
minnkar verulega vænleika lambanna þar.
Þá kemur fram að hægt er að hafa allt að 0.75-0.89
kindur á ha af þessu landi, óábornu, sumarlangt og ná all
góðum afurðum.
Þá sýnir tilraunin svipaða útkomu á vænleika ánna og
lambanna, það er að þær eru vænni í ábornu hólfunum en fara
að leggja af í óábornu hólfunum um mánaðarmótin ágúst-sept.