Ráðunautafundur - 14.02.1978, Page 103
397
RAÐUNAUTAFUNDUR 1978.
FRAMGANGUR BEITARTILRAUNANNA.
ðlafur Guðmundsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Inngangur.
Landnýtingartilrauninar (UNDP/FAO ICE 73/003) hófust sumarið
1975 á eftirtöldum 6 stöðum á landinu: Hesti og Hvanneyri í
Borgarfirði, Sölvaholti í Hraungerðishreppi, Kálfholti x Ása-
hreppi, Álftaveri og á Auðkúluheiði. Sumarið 1976 bættust
tveir staðir við þ.e. í Kelduhverfi og við Sandá á Biskups-
tungnaafrétti.
Tilraunirnar virðast vera nokkuð fastur þáttur á ráðu-
nautafundum Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins síðan þær hófust enda nauðsynlegt svo að niður-
stöðurnar komist sem fyrst til bænda. Aðrir aðilar munu á
þessum fundi skýra frá niðurstöðum úr Álftaveri (Einar Þor-
steinsson 1978) og frá Auðkúluheiði (Einar E. Gxslason 1978),
Kálfholti og Sölvaholti (Sigurður Steinþór^sson 1978 ). Auk þess
verður skýrt sérstaklega frá niðurstöðum uppskerumælinga (Andrés
Arnalds 1978), gróðurfarsrannsókna (Ingvi Þorsteinsson 1978) og
sníkjudýrarannsókna (Sigurður H. Richter 1978). Á síðasta ráðu-
nautafundi var rætt um niðurstöður frá Hesti (Halldór Pálsson
1977 og Þorsteinn Þorsteinsson 1977), Hvanneyri (ðlafur Dýrmunds-
son 1977, Sigurður H. Richter 1977a, Þorsteinn Þorsteinsson
1977) og lauslegt yfirlit gefið um niðurstöður frá hinum stöðunum
(ðlafur Guðmundsson 1977). Auk þess hefur aðdraganda og tilgangi
verið lýst (Halldór Pálsson 1976), tilhögun og framkvæmd rakin
(Adrés Arnalds og ðlafur Guðmundsson 1976 ) og þáttur ráðunauta
í tilraununum skýrðUr (Guðmundur Stefánsson 1976). Væntanlega
verður svo skýrt frá niðurstöðum úr Kelduhverfi og frá Sandá á
næsta ári.