Ráðunautafundur - 13.02.1980, Page 16

Ráðunautafundur - 13.02.1980, Page 16
144 RAÐUNAUTAFUNDUR 1980 UM NAUTAUPPELDISSTÖÐ BONAÐARFELAGS ÍSLANDS Erlendur Jóhannsson, Búnaöarfélagi íslands. Inngangur • Allt frá því aö djúpfrystingarstöðvar fyrir nautasæÖi tóku til starfa fyrir rúmum áratug var ljós nauðsyn þess að koma upp aðstööu til uppeldis á nautkálfum fyrir stöðvarnar, þannig að hægt væri að flytja kálfana unga og ala þá upp fyrsta árið og fylgjast með þroska þeirra. Fram til ársins 1978 urðu stöðvarnar að notast við bráða- birgðaaðstöðu á hinum ýmsu stöðum, þar sem engin aðstaða var til mælinga á kálfunum, hvað þá fóðrunarathuganir, enda engin aðstaða til slíks vegna þrengsla og var dvalartími kálfanna mið- aður við þann einangrunartíma sem að Sauðfjárveikivarnir kröfð- ust áður en kálfarnir voru fluttir á sæðingastöðvarnar. Árið 1974 er nefnd skipuð til undirbúnings stofnunar upp- eldisstöðvar og í henni sátu aðilar frá Búnaðarfélagi Islands og Búnaðarsambandi Suðurlands. Tveim árum seinna næst svo samkomu- lag milli þessara aðila þannig að Búnaðarfélag Islands reisi vandaða uppeldisstöð I Laugardælum samfara því að Kynbótastöðin í Laugardælum leggi niður nautahald og Búnaðarsamband Suðrulands gerist viðskiptaaðili Nautastöðvar Búnaðarfélags íslands. Þá var bygginganefnd skipuð og fékk hún Magnús Sigsteinsson ráðu- naut til að teikna stöðina og byggingameistari var ráðinn Helgi Guðmundsson, Selfossi. Framkvæmdir hófust vorið 1977 og fyrstu kálfarnir komu á stöðina 14. nóv. 1978. Umsjónarmaður stöðvar- innar var fyrstu mánuðina, Sveinn Sigurmundsson, en síðan var ráðinn framkvæmdastjóri, Jón Gíslason. Hlutverk nautauppeldisstöðvarinnar í Laugardælum (Þorleifs- koti) er aðallega tvenns konar: 1) að ala upp naut til notkunar á Nautastöð Búnaðarfélags Islands.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.