Ráðunautafundur - 13.02.1980, Síða 23

Ráðunautafundur - 13.02.1980, Síða 23
- 151 virðist endanleg þynning ekki mega vera minni en 1:6 (Lightfoot & Salamon, 1969). Fram að þessu hafa þrjár aðferðir fyrst og fremst verið reýndar. Ein aðferðin, sem Salamon og Lightfoot, (1970) hafa reynt í Ástralíu, er að frysta og þýða sæðið við bestu aðstæður, en síðan hafa þeir þétt sæðisskammtinn mjög mikið í skilvindu rétt fyrir sæðingu. Með þessari aðferð hafa þeir náð allt að 150 milljón lifandi frumur 1 0.1 ml skammti. Þessi aðferð er erfið í framkvæmd, en að auki hefur hún ekki skilað árangri sem erfiöi af einhverjum óþekktum ástæðum. Önnur aðferöin er að koma sæðinu inn í legið. Sú aðferð er grundvöllurinn fyrir góðum árangri kúasæöinga. Hjá sauðfé hefur komið i ljós að frjóvgun verður hjá um og yfir 85% af ánum ef sætt er í legið þó að sæðið sé töluvert mikið þynnt (Ólafsson, 1979a). Vandamálið með þessa aðferð er, að hún er tímafrek, það tekst ekki að komast gegnum leghálsinn á nema um 60% af ánum og þær sem ekki er hægt að sæða í legið halda illa vegna bólgu í leghálsinum. Mattner og samstarfsmenn (1969), reyndu að sæða í legið með uppskuröi og frjóvgunarhlutfallið var hátt en fóstrin drápust snemma á meögöngutímanum. Norðmenn, sem reyndu að þróa aöferðina með að komast í gegnum leghálsinn hafa nú látiö hana víkja fyrir þriðju aðferðinni, sem hefur verið reynd undanfarin ár i Noregi (Ólafsson, 1979b) . Gengur hún út á að sæðið er látiö aölagast þynningarvökvanum í mikilli þynningu. Að afloknum aðlögunartimanum er sæðið skiliö og hluti af þynningarvökvanum er soginn frá svo þynningin við frystingu getur verið eftir þörfum 1:2 - 1:4. Ekki er að sjá að frystingin gangi neitt ver á þessu þétta sæði en á sæði sem er meira þynnt. III. Árangur í Noregi. 1 Noregi voru sæddar 2500 ær með frystu sæði, á árunum 1975, 1976 og 1977. Aðstæöur voru eins og hægt er að reikna með að þær verði ef fariö væri út í stórfelldar sæðingar. Sætt var á venjulegum búum og voru sæðingarnar framkvæmdar af dýralæknum, kúasæðingamönnum og bændum, sem höfðu aöeins verið á stuttum námskeiðum. ffirnar voru sæddar einu sinni eða tvisvar á eðlilegu gangmáli og voru notaðir hrútar til að finna blæsmur. Sæðið var þynnt 1:10 meðan það aðlagaðist þynningarvökvanum en endanleg þynning við frystingu var 1:3 án tillits til þéttleika. Hluti af ánum var sæddur með þessu sæði.

x

Ráðunautafundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.