Ráðunautafundur - 13.02.1980, Síða 25

Ráðunautafundur - 13.02.1980, Síða 25
153 Tafla 3. Árangur sæðingamanna, sem náðu hærri fangprósentu en meðaltalið, borinn saman við þá sem voru undir meðaltalinu. Spel ær, skilið sæði þynnt 1:3 fyrir frystingu, 1977. Sæöingamenn Sæðinga- Ær Fang með árangur menn n n % undir meðaltali 3 92 43.4 yfir meðaltali 7 2 38 61.3 Samtals/meðaltal 10 330 56.4 IV. Umræður Sæöingarnar í Noregi voru gerðar í tilraunaskyni og er ýmislegt sem bendir til að ennþá sé hægt að bæta heildar árangurinn. Eins og sjá má af töflu 1 er árangur sæðinga afar misjafn eftir fjárkynjum. Ekki er ósennilegt að reikna megi með svipuðum árangri á íslensku fé og spel- fé, bæði vegna þess að kynin eru mjög svipuð og vegna þess að árangur af sæðingum með fersku sæði og samhæfingu gangmála er mjög góður hér á landi. Til að svo megi verða þurfum við að geta gefiö okkur góðan tíma til að þróa og aölaga aðferöirnar. Það þarf rúman tíma við sæðistökuna, því að sæði sem er tekið í byrjun eða eftir að hlé verður hjá hrútunum er ónothæft. Hrútaúrvalið þarf að vera það mikið að hægt sé að hafna hrútum með mjög lélegt sæði. Vera má að rétt væri að nota önnur tæki við sæðingar en nú tíökast þ.e. að nota plaströr í stað glennis, vegna þess hve erfitt er að finna leghálsinn á feitum, stórum ám með þeim glennum sen nú eru notaðir. Einnig er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvort einhver munur er á ein- og tvísæðingu og á sæðingum á samhæfðum og eðlilegum gangmálum. V. Kostir og ókostir við notkun á frystu hrútasæði. Helstu kostir frysta sæðisins eru þessir. a) Unnt er að taka sæði nokkuð út fyrir mörk venjulegs fengi- tíma. b) Sæðinu er hægt að koma til sæöingamanna fyrir fengitímann. c) Sæðið má geyma innansveitar og nota þó að samgöngur við sveitina teppist.

x

Ráðunautafundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.