Ráðunautafundur - 13.02.1980, Side 33

Ráðunautafundur - 13.02.1980, Side 33
161 RÁÐUNAUTAFUNDUR 1980 HVAÐA EIGINLEIKA SAUÐFJÁR A AÐ LEGGJA ÁHERSLU A í KYNBÓTASTARFINU? Sveinn Hallgrímsson, Búnaðarfélagi Islands. Um þetta efni hefur áður verið rætt við svipað tækifæri, og þá einkum leitast við að sýna fram á hina geysimiklu þýóingu sem frjósemi hefur á hagkvæmni framleiðslunnar (Sveinn Hall- grímsson 1976) . Hér verður ekki geró nein heildar úttekt á þessum málum, heldur aðeins tekinn fyrir ákveðinn flokkur eiginleika, þ.e. ullareiginleikarnir, en það hversu mikla áherslu beri aó leggja á ullarþunga og ullargæði hefur nýverið komið til umræóu af sérstöku tilefni. Hér á eftir veróur geró grein fyrir islenskum rannsóknum á ull og ullargæðum og samhengi þessara eiginleika við aðra framleiðslueiginleika sauðfjár. Að lokum verður litið á ullar- framleióslu í samanburði við kjötframleiðslu af sauófé við islenskar aóstæður. íslenskar rannsóknir. Stefán Aóalsteinsson (1963) gerir grein fyrir athugunum á lömbum á Hólum og Hesti 1962 í Árbók landbúnaðarins 1963. Þar greinir Stefán m.a. frá athugunum á þunga lamba á fæti, eftir þvi hvernig gæruflokkun sömu lamba var. Tafla 1 Þungi lamba á fæti eftir gæruflokkun lambanna. Hólar og Hestur 1962. 1000 lömb alls (Stefán Aóalsteinsson,'63). Gæruflokkur lamba A+B C D Mistil Fjöldi lamba 98 474 295 133 Þungi lamba á fæti,kg. 44,17 44,80 44,87 45,22

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.