Ráðunautafundur - 13.02.1980, Page 45

Ráðunautafundur - 13.02.1980, Page 45
173 II. Þróun meðal nágranna’þjóða I Danmörku hefur veriÖ komið á fót umfangsmikilli tölvu- miöstöö í Árósum „LEG Landbrugs E.D.B. center" sem þjónar land- búnaðinum fyrst og fremst. Sá þáttur í starfsemi þessarar stofnunar, sem snýr að gerð forrita og tölvulíkana, er viöamik- ill, ef dæma má eftir umsögn Erik Maegaar um skýrslu stofnun- arinnar; „Konsulent EDB 1979" (6). Skýrslan hefur hlotiö gagn- rýni fyrir aö skýra ekki frá raunverulegri notkun forrita eða reiknilíkana af leiðbeinendum í landbúnaði. Auk uppgjörs á búreikningum (S.72) og áætlanagerö (S.72 budget) eru í notkun fjárfestingaráætlanir, fóðuráætlanir og fóðurblöndunarlíkan fyrir nautgripi og svín, verðútreikningar á byggingum, áburðaráætlanir og fl. Mörg líkön eru í þróun en misjafnlega langt komin. Starfsmenn tölvumiðstöðvarinnar eru um 420, þar af um 90 við forritun. Notkun tölvu við leiöbein- ingar mun í framtíðinni háð því hve langan tíma það tekur, aö fá niðurstöður í hendur, og 3-4 dagar er álitinn of langur tími, nema í skýrslugerð eins og búreikningi, þar sem póst- þjónustan nægir. I fjarvinnslu tekur það hinsvegar 5-30 mín- útur eftir stærð líkansins og fjölda útreikninga (6). I Finn- landi virðist notkun reiknilíkana hafa náð meiri útbreiðslu en á hinum Norðurlöndunum, einkum í tengslum við mjólkurfram- leiðslu. Fjárfestingaráætlanir og greiðsluflæði eru einnig mikið notuð eða fyrir 2-3000 býli á ári. í grein eftir Leif Karlsson er líst einu slíku hendingarlíkani (7). 1 Svíþjóð hefur notkun reiknilíkana ekki náð verulegri út- breiðslu (5). Fjarvinnsla hefur nýlega rutt sér til rúms en að takmörkuðu leyti í leiðbeiningarþjónustunni. Samanburður á notkun fóðurlíkans fyrir mjólkurkýr (Least cost dairy ration) af svipaðri gerð í Svíþjóð án fjarvinnslu annarsvegar og með fjarvinnslu í Michiganfylki £ Bandaríkjunum hinsvegar sýndi, að árið 1976 var það notað í 4.900 skipti í Michiganfylki en aðeins í 350 skipti í Svíþjóð. Er talið að skortur á fjar- vinnslu sé ein ástæða þess, að ekki eru mörg reiknilíkön í notkun við leiðbeiningar í hagfræði þar í landi, þó að góð líkön séu til (4).

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.