Ráðunautafundur - 13.02.1980, Side 65

Ráðunautafundur - 13.02.1980, Side 65
193 RÁÐUNAUTAFUNDUR 1980 MATSGERÐIR GRÓÐURHtlSA Axel V. Magnússon, Búnaöarfélagi Islands, Matsgerðir gróðurhúsa eru framkvæmdar af viðkomandi byggingafulltrúum. Reglur eða leiðsögn um gerð húsa, styrkleikakröfur og önnur atriði er lúta að byggingu og gerð eru mjög takmarkaðar. Af þeim sökum eru oft i framkvæmd afar mismunandi sjónarmió sem fara vitanlega eftir persónulegu mati úttektarmanns. Hinsvegar hafa bvggingar gróðurhúsa færst nokkuð í fastara form en áður var, þannig að gerðir eru miklu færri, hús eru yfirleitt stærri og veruleg festa i gerð burðargrinda, þannig að þau eiga að þola öll þau veður sem vænta má að komi hér á landi. Meðal orsaka að hús eru nú stærri en áður gerðist má telja að það gerist nú æ algengara að sjálfstýring er á hitakerfum og loftum húsa. Þessi búnaður breytist lítið i kostnaði þótt hús séu stór, þannig að ekki þarf að vera mikill munur á kostnaði uppsetts kerfis i 100m2 húsi og lOOOm2. 1 stórum einingum er lika mun auðveldara að koma fyrir ýmsri vinnuhagræðingu og hita- tap er minna i t.d. einni einingu lOOOm2 en fimm einingum á 200m2. Lang algengustu breiddir gróðurhúsa eru nú 10 og 12 m. Svotil undantekningalaust eru sperrurnotaðar i undirstöðun burðargrinda. Fyrrmeir var algengt að nota stoðir,gjarna úr 2" rörum og 2-4-6 stoðaraðir i húsum og bil milli stoða oftast ca 2,5-3,0 m. Langbönd voru siðan ofan á stoðum og báru þau þekju uppi. Stoðahús eru sterkar byggingar, en stoðir til trafala við jarðvinnslu, framkvæmd sótthreinsunar og alla nýtingu húsa. Sperrur eru nú oftast úr IPE 12 i 10 m. hús og IPE 14 i 12 m. hús. Sperrubil er oftast haft ca. 3,0 m. Langbönd eru nú oftast úr IPE 8 i 10-12 m. húsum og 6 bönd á þekju.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.