Ráðunautafundur - 12.02.1983, Blaðsíða 20
80
leifar. Nákvæmu mati á fóöurleifum varö þó ekki viðkomiö,
eftir aö ærnar komu út vegna slæðings, vætu o.s.frv. Hey-
sýni voru tekin úr hverri dagsgjöf og safnað saman i 7-10
daga, en þá tekið úr safninu eitt sýni til efnagreiningar.
Auk þess voru af og til efnagreind sýni úr stæðu.
Ærnar voru vigtaðar sjö sinnum frá hausti til vors og
gefin stig fyrir holdafar við sex vigtanir. Lömbin voru vegin
nýfædd, við rúning, þau sem þá náðist til, og í lok september
fyrir slátrun.
Við uppgjör var beitt aðferó minnstu kvaðrata (Harvey,
1976). Leiðrétt var fyrir þeim þáttum, sem raunhæf áhrif
höfðu á viðkomandi eiginleika, og er þeirra getið i töflu-
hausum. Við uppgjör á vaxtarhraða, þunga á fæti og fallþunga
lamba, voru undanskilin þau lömb, sem voru sjáanlega vanheil
eða undan sjúkun ám.
Niðurstöður■
1. Fóður og fóðrun.
Ta-fla 1 sýnir meðalfóóurgildi töóu, grasköggla og fóður-
blöndu öll árin. Sundurliðun á gæðum töðu og grasköggla er
sýnd i viðaukatjöflu 1.
TAFLA 1. MEÐALFÓÐURGILDI.
A. TAÐA.
Tímabil Fjöldi sýna FE/kg %-Hrá-r prót. Ca(g/kg) P(g/kg)
Fengigildi 1/12-10/1 14 1.90 12.4
Mið-vetur lo/l-5/4 34 2.13 11.3
5/4-ær látnar út 21 1.74 11.1 2.5 2.6
Oti eftir burð 13 1.88 12.0
B GRASKÖGGLAR
35 1.34 10.7 2.9 2.2
C. FÓÐURBLANDA
11 1.01 14.5 12.7 8.1