Ráðunautafundur - 12.02.1983, Page 67
127
Fái gróöurinn ekki nægjanlegt vatn dregur úr sprettu og því
meira eftir því sem meira skortir á. SÚ alþekkta fullyrðing
aö vatnsskortur dragi úr sprettu á sanda- og melatúnum hlýtur
því aö vera rétt í þaö minnsta í þurrviðrasamari héruðum og
£ þurrum árum.
Hér á eftir verður tekið dæmi frá þremur stöðum, Akur-
eyri, Hvanneyri og Hellu, og reiknaður vatnsjöfnuður í maí
og júní. En þessir staðir voru valdir m.a. vegna þess að
þeir eiga að vera nokkuð góður samnefnari fyrir viðkomandi
svæði.
Arsúrkoma á þessum stöðum er sem hér segir: Akureyri
475 mm, Hvanneyri 892 mm og Hella 1204 mm. Þetta eru meðal-
talstölur áranna 1964-1981, nema á Hellu þar vantar inn árin
1971 og 1977.
Gnóttargufun á sömu stöðum er sem hér segir (meðaltal
1958-1967) mm. (Heimild: Veðurfar á íslandi e. Markús A.
Einarsson, 1976).
maí iúní samt.
Akureyri 70 95 165
Hvanneyri 80 92 172
Hella 89 95 184
(Hvanneyri, þar er notað meðaltal milli
Reykjavíkur og Reykhóla).
Orkoma í maí og júní á þessum þrem stöðum er sem hér segir.
Arið 1982 Meðaltal áranna 1964-1982
mí júní samt. maí júní samt.
Akureyri 19 13 32 17 27 44
Hvanneyri 24 37 61 39 56 95
Hella 55 53 108 65 92 157
Um birgðir vatns •£ jarðvegi er alltaf erfitt að fullyrða,
t.d. getur verið um innrennsli að ræða ofanjarðar eða neðan.
En í eftirfarandi töflu er sýnt áætlað nýtanlegt vatn í % af
rúmmáli og er að verulegu leiti stuðst við innlendar rannsóknir.