Ráðunautafundur - 12.02.1983, Page 85
145
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1983
SAMANBURDUR
Á MELTANLEIKA NOKKURRA TÚNGRASA.
Hðlmgeir Björnsson og Jðnatan Hermannsson.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Markmið túnræktar er að afla mikils og gððs
skepnufððurs. Samanburður á grasstofnum í
jarðræktartilraunum hefur lengst af einkum miðast við þol
eða endingu og uppskerumagn.
Oft hefur verið á það bent, að það sé ekki aðeins
uppskerumagnið heldur ekki síður gæði uppskerunnar, sem
skipti máli við val á grasstofnum. Meltanleiki þurrefnis,
mældur í vambarvökva með aðferð Tilly og Terrey (T.T.),
hefur um skeið verið notaður sem helsti mælikvarði á gæði
heyfððurs hérlendis. Ekki er þð fullnægandi til
samanburðará grastegundum og stofnum að ákvarða meltanléika
á sýnum, sem tekin eru við slátt i einslegnum tilraunum, þvi
að meltanleiki fellur þegar líður á sumarið, en misjafnt
eftir tegundum og jafnvel stofnum.
Gunnar Ólafsson (1979) ákvarðaði meltanleika nokkurra
grastegunda á Korpu með viku millibili í tvö sumur, 1966 og
1967. Ekki var þess getið, hvaða grasstofnar voru notaðir I
þeirri rannsðkn, en hætt er við, að sumir þeirra séu aðrir
en þeir sem nú er völ á. Eins má vænta þess, að þrðun
meltanleika að sumrinu sé að einhverju leyti misjöfn eftir
árferði og meðferð túnsins.
í framhaldi af eflingu stofnaprðfana um 1975 var
stofnum fjögurra grastegunda, alls átta stofnum, sáð sumarið