Ráðunautafundur - 12.02.1983, Qupperneq 97
157
Áburðartími oq áburðarmaqn.
Áburður var að jafnaði 120 kg N/ha í þeim athugunum sem
greint er frá í 1. töflu, nema 90 kg N/ha 1 athugunum
Gunnars Ólafssonar, og P- og K-áburður, svo að ekki
takmarkaði sprettu. í tveimur tilraunum á Korpu hefur
meltanleiki verið ákvarðaður á tilraunaliðum, sem fengu
mismikinn áburð. í tilraun nr. 515-80 var tilraunaliður með
40 kg N/ha, sjá 4. töflu. Hins vegar er tilraun nr. 522-77,
sem ekki er greint hér frá að öðru leyti. í henni voru
áburðarskammtar 50, 100 og 150 kg N/ha, áburðartímar 25. maí
og 8. júní og sláttutímar 6. og 27. júlí. Grðður 1
tilrauninni var Korpa vallarfoxgras og meltanleikinn var
ákvarðaður með sellulasaaðferð.
í sem skemmstu máli sagt, hafa ekki fundist marktæk
áhrif áburðarmagns á meltanleika við sama áburðartíma, nema
I tilraun nr.515-80 á gömlu túni. Þar gáfu 40 N lægri
meltanleika en 120 N sem nemur 1,67±0,73. f vallarfoxgrasi
kemur ekki fram slíkur munur, I 522-77 var meltanleikinn
aðeins hæstur eftir 50 N.
Áburðartlmi hefur hins vegar haft veruleg áhrif á þrðun
meltanleikans að sumrinu. í 3. töflu eru sýndar tölur um
meltanleika vallarfoxgrass við mismunandi áburðartlma, en
sambærilegar tölur hafa ekki verið reiknaðar fyrir aðrar
tegundir I tilraun nr. 440-77. Þessar niðurstöður sýna
glögglega, að meltanleikinn fellur síðar og hægar þegar
seinna er borið á. í tilraun nr. 522-77 hækkaði
sellulasameltanleikinn við tveggja vikna seinkun
áburðartlmans um 4,16%±0,46 sem er jafnt og hann lækkaði á
6 dögum við frestun sláttar, á þrem vikum lækkaði hann um
14,4%±0,48.
Áburðartlmi og sláttutími hefur einnig veruleg áhrif á
meltanleika endurvaxtar, sjá 4. töflu. Ríkharð Brynjðlfsson
(1982) fann hins vegar, að meltanleiki áborinnar háar var
ðháður áburðartíma milli slátta.
í þessu sambandi skal getið um niðurstöður
meltanleikaákvarðana úr tilraun nr. 271-70 með áhrif beitar
á uppskeru og grðður. Hún var gerð á vegum