Ráðunautafundur - 12.02.1983, Side 99
159
umreiknuð í fóðureiningar á hektara sinnum hundrað.
Samkvæmt henni hefur uppskera 1 fððureinihgum reynst að
mestu óháð sláttutíma og áburðartíma á gömlu túni. Er það
m.a. vegna þess, að áburðartími hefur einnig reynst hafa
áhrif á meltanleika seinni sláttar uppskeru, sjá 4. töflu.
í vallarfoxgrasi hefur uppskera í fððureiningum hins vegar
farið vaxandi með seinkun sláttutíma og er langminnst eftir
seinasta áburðartímann, enda virðist vallarfoxgras þola illa
að dragist að bera á löngu eftir að spretta er hafin.
Að endingu skal minnt á, að meltanleiki er ekki
endanlegur mælikvarði á verðmæti uppskerunnar sem fððurs,
heldur er það samsett úr þáttum eins og grastegund,
sláttutíma, nýtingu endurvaxtar til beitar eða sláttar og
því, hvaða gripi á að fððra.
Áður er minnst á þann eðlismun vallarfoxgrass og ýmissa
algengustu túngrasa íslenskra, sem kom fram við ákvörðun
meltanleika með mismunandi aðferðum, T.T. og sellulasa.
Fððrunarvirði mun einnig geta verið misjafnt eftir því hvort
um er að ræða gripi í framleiðslu eða á viðhaldsfððri. í
því er auðvelt að breyta forsendum, t.d. með tilliti til
mismunandi notagildis uppskeru fyrri og seinni sláttar.
Mati á föðrunarvirði, þar sem tekið væri tillit til
hinna breytilegu þátta, yrði best komið við í reiknilxkani.
í því mætti t.d. hafa breytilegar forsendur fyrir hagkvæmni
þess að nýta endurvöxt og gera ráð fyrir mismunandi
fððurþörfum gripa. Við gerð reiknilíkans af
mjðlkurframleiðslu kúabúa (Gunnar Sigurðsson o.fl. 1980) kom
i ljðs, hvar helst vantaði þekkingu. Ýmsir þættir þeirra
rannsðkna, sem hér er greint frá, og aðrar skyldar eru
einmitt sprottnar af þeirri reynslu sem þar fékkst.