Ráðunautafundur - 12.02.1983, Page 101
161
RAÐUNAUTAFUNDUR 1983 '
Aburðartími, slAttutími, vorbeit og slægja.
Ríkharð Brynjólfsson
Bændaskólanum á Hvanneyri
Tilraunir með vorbeit á slægjutún hafa að jafnaði sýnt
umtalsverða rýrnun heyuppskeru vegna beitar. Samantekt þess-
ara tilrauna er að finna í Fjölriti Bændaskólans á Hvanneyri
nr. 36 (Magnús öskarsson, 1981). Heildarniðurstöður eru þær,
að uppskera beittra reita er 10-67% minni en af óbeittum.
övegið meöaltal vorbeitar er 31% rýrnun.
Vorbeitartilraunir hafa verið gagnrýndar á þeim forsend-
um að áburðar- og sláttutímar hafi verið þeir sömu á beittum
og óbeittum reitum. ösvarað sé þvícenn hvort beitin minnki
sprettu eða seinki.
Síðastliðið vor var hafið nokkurt átak á Hvanneyri til
að leita svara viö þessu.
A Hvanneyri var tilraunum valinn staður á tveim sléttum,
og tvær tilraunir á hvorri, s£n á hvorum enda. A annari
sléttunni (tilraunir A og B) var beitarálagið 4,4 tvílembur á
ha frá 24. maí til 4.júní.A hinni (tilraunir C og D) var
beitarálagið 8,4 tvílembur/ha á sama tíma.
Helmingur hverrar tilraunaspildu var afgirtur og því
friðaður, hinn beittur. Innan hvors helmings var þáttatilraun
með tveim áburðartímum (24. maí og 3. júní) og þrem sláttu-
tímum (7. júlí, 27. júlí og 4. ágúst). Endurtekningar voru
tvær.
NÚ urðu þau mistök í framkvæmd, að tilraunir A og B voru
í upphafi algirtar og var svo allan beitartímann í tilraun B,
en girðingin umhverfis tilraun A var fljótlega færö í rétt
horf.
Tilraunir C og D voru rétt girtar frá upphafi, en beitti
hlutinn fékk hins vegar aukalegan áburðarskammt þegar borið
var á túnið umhverfis 25. maí. Notaður var þyrildreifari og
því ógerningur að vita þetta aukamagn nákvæmlega.