Ráðunautafundur - 12.02.1983, Síða 107
167
Uppskerurýrnunin er mjög veruleg en meltanleikinn mjög
svipaður.
í neðri tilrauninni var vallarsveifgras algjörlega ríkj-
andi, örfáar vallarfoxgras- og snarrótarplöntur á stangli.
14. júní var landið nauðbitið, en innan girðingar mældust
3,2 hkg þurrefni/ha.
Fljótlega eftir að landið var girt' kom í ljós, að til-
raunasvæðið var illa valið. Friðaði hlutinn var á malarholti
sem gengur upp í mýrina og þurrkur hamlaöi sprettu. Beitti
hlutinn lá neðar og bar ekki á þurrki. Umsjónarmenn Hests-
búsins telja því samanburð villandi, beitta hlutanum í hag.
Uppskerutölur eru þó birtar hér aö neðan.
Tafla 3. Uppskera og meltanleiki í tilraun á Hesti,
neðst í Vesturflóa.
Uppskera, hkg þurrefni/ha Meltanleiki, % þurrefni .
Sláttutími Friðaö Beitt F-B Friðað Beitt F-B
27. júlí 40 42 -2 66 69 -3
Alyktanir.
Af þeim fjórum tilraunum sem telja má marktækar um áhrif
beitar, er uppskerurýrnunin 3-13 hkg þurrefnis/ha, meöaltal
tilrauna og sláttutíma er 7 hkg. Þessi munur virðist óháður
áburðar- og sláttutíma. Aðeins á Grímarsstöðum virðist hækk-
un meltanleika koma þar á móti svo einhverju nemi.
Ef aðeins eru teknir friðuðu hlutarnir, kemur í ljós, að
seinkun áburðartíma frá 24. maí til 3. júní rýrir uppskeru £
fyrri slætti um 6-8 hkg þurrefnis/ha, óháö sláttutíma, en sé
slegið snemma bætir aukin háarspretta þann mun að mestu.
Daglegur uppskeruauki á tilraunatímanum er svipaður x
öllum tilraununum, ef undan er skilinn tilraun A á Hvanneyri,
nálægt 80 kg þurrefni/ha/dag, en meltanleiki lækkar jafnframt,
þannig að uppskera meltanlegs þurrefnis vex um tæp 30 kg á
dag, eða um 35 fóðureiningar á ha.