Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 9
1
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1993
Umhverfisvæn búfjárrækt - almenn viðhorf
Ólafur R. Dýrmundsson
Búnaðaifélagi íslands
INNGANGUR
Þróun landbúnaðar hefur um áratuga skeið byggst á tæknilegum og hagrænum forsendum þar
sem leitast er við að framleiða matvæli og fleiri afurðir fyrir neytendamarkað á sem
hagkvæmastan hátt. Að ýmsu leyti hefur þessi þáttur tæknivæðingar, líkt og iðnvæðing
heimsins almennt, höggvið stór skörð í náttúruauðlindir og haft varanleg áhrif á vistkerfi
jarðarinnar. Umhverfiskostnaður er vanmetinn. Samfara vaxandi þörf og áhuga á umhverfis-
vernd er því eðlilegt að gerðar séu auknar kröfur til búfjárræktar, líkt og annarra greina
landbúnaðar, um að búskaparhættimir falli sem best að umhverfinu og séu í senn sjálfbærir og
hagkvæmir. Velferð og vemdun búíjárins sjálfs er vissulega hluti þess umhverfis.
UMHVERFI í ÖNDVEGI
Umhverfisvæn eða "græn" sjónarmið sem áður þóttu léttvæg em nú ofarlega á baugi og hafa
reyndar verið það víða erlendis vel á annan áratug. Það þótti t.d. tímanna tákn í fyrravetur
þegar Breska búfjárræktarfélagið (BSAP) leitaði út fyrir raðir búvísindamanna og bauð
Jonathon Porritt, þekktum umhverfisvemdarmanni og talsmanni Græna flokksins í Bretlandi,
að flytja Hammond fyrirlesturinn á ársfundi félagsins. Erindinu, sem fjallaði um umhverfisvæna
búfjárrækt, var vel tekið, umræður urðu með ágætum og fjölmiðlar sýndu málinu áhuga (1).
Það þótti einnig tífnanna tákn að Joyce D' Silva framkvæmdastjóra dýravemdarsamtakanna
"Compassion in World Farming" var boðið að flytja erindi á ársfundi Breska
dýralæknasambandsins (BVA) í haust (2). í apríl 1993 heldur Landbúnaðarháskólinn í
Wageningen í Hollandi upp á 75 ára afmæli sitt með því að efna til alþjóðlegs fræðafundar um
líffræðilega undirstöðu sjálfbærrar búfjárræktar. Þessi dæmi sýna m.a. að búvísindamenn,
dýralæknar, bændur og ýmsir aðrir em nú að vega og meta kosti og galla nútíma
framleiðsluhátta í búfjárframleiðslu með sérstöku tilliti til umhverfismála. Þau viðhorf
endurspeglast að vissu marki í yfiriýsingum frá Alþjóðaráðstefnu um umhverfismál og sjálfbæra
þróun sem Alþjóðasamband búvöruffamleiðenda (IFAP) hélt í Bændahöllinni haustið 1991 (3)
og í ályktun frá Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro í
Brasilíu vorið 1992 (4). Þótt umræður um umhverfisvænan landbúnað hafi ekki verið miklar
hér á landi, miðað við það sem gerist víða erlendis, verður vart vaxandi áhuga á málefninu. Til
marks um þá viðleitni er þingsályktun um athugun á vistfræðilegri þróun landbúnaðar á íslandi
sem samþykkt var vorið 1992, en flutningsmenn tillögunnar voru þingmenn úr öllum flokkum,