Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 10
2
þau Jón Helgason, EgiU Jónsson, Steingnmur J. Sigfússon, Rannveig Guðmundsdóttir og
Kristín Einarsdóttir. Að mínum dómi er orðið fyllilega tímabært að taka slík mál til sérstakrar
umfjöllunar á Ráðunautafundi.
ÍMYND BÚFJÁRFRAMLEIÐSLU
Bændur hafa lengi verið undir miklum og vaxandi þrýstingi neytenda og stjómvalda að
framleiða matvæli á sem lægstu verði enda hefur framleiðni í búfjárframleiðslu, sem og í öðrum
greinum landbúnaðar, aukist gífurlega. Æ minni hluta af heildarútgjöldum fjölskyldunnar er
varið til matarkaupa. Hér á landi em það tæplega 20%, svipað og á hinum Norðurlöndunum,
þó nokkm hærra en hlutfallið í Danmörku (5). Samhliða þessari þróun hafa kröfur til gæða og
hollustu farið vaxandi. Lengi vel snemst umræður um gæði eggja, kjöts og mjólkur einkum um
hættu á neyslu mettaðrar fitu og hækkun kólesteróls í blóði. Enn deila leikir og lærðir um þessi
mál og ýmsum spumingum er ósvarað um þau efni (6). Nú á seinni ámm hefúr athyglin beinst í
vaxandi mæli að öðram gæðaþáttum og neytendur láta sig ekki aðeins varða hvemig afurðimar
eru samsettar heldur einnig hvemig þær em framleiddar, m.a. á siðferðilegum grunni. Ýmis
umhverfissjónarmið em nú komin til sögunnar (7, 8, 9). Þessir "grænu" neytendur láta sér t.d.
ekki nægja þá röksemd að búrhænum hljóá að lfða ágætlega úr því að þær verpi vel og því er
m.a. víða haldið fram að framleiðsluhættir í tæknivæddum stórbúskap (verksmiðjubúskap) veki
andúð á afurðunum og þannig fjölgi þeim stöðugt sem snúi sér að mestu eða öllu leyti að
grænmetisfæði (10). Lengst ganga ýmis erlend samtök, sum alþjóðleg, sem beita sér fyrir
viðskiptaþvingunum eða jafnvel skemmdarverkum (ecotage) í nafni umhverfishugsjóna, m.a.
íkveikjum x sláturhúsum og rannsóknastöðvum og árásum á alifugla-, svína- og loðdýrabú þar
sem dýmnum er hleypt út (11). Hvort sem gagnrýni á framleiðsluhætti í búfjárrækt kemur fram
í rökstuddum ábendingum eða með öðmm hætti er nauðsynlegt að gefa henni gaum því að
reynslan sýnir að hægt er að framleiða búfjárafurðir í sátt við náttúmna við margvísleg skilyrði.
Dæmi um rétt viðbrögð við gagrtrýni er það framtak Búfjárræktarsambands Evrópu (EAAP) að
koma á fót nefnd undir stjóm dr. Ame Roos frá Svíþjóð til að kanna ímynd búfjárframleiðslu í
álfunni. í áfangaskýrslu koma ffam vísbendingar um margt í þróuninni á liðnum ámm sem
þarfnist endurskoðunar (12). Augljóslega ber búvísindamönnum og dýralæknum að liðsinna
bændum eftir megni við að gera búfjárræktunina umhverfisvænni og skapa henni jákvæðari
únynd í hugum neytenda. Flestir stjómmálaflokkar sinna þessum málum í vaxandi mæli en
yfirlýsingar um líffæna eða umhverfisvæna búfjárrækt em að vonum mest áberandi í
stefnuskrám "grænu" flokkanna í ýmsum löndum þar að slíkur búskapur fellur vel að
hugmyndafræði þeirra og hann er talinn eiga að mynda grundvöll landbúnaðarstefnu
framtíðarinnar, t.d. í Bretlandi (13).