Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 11
3
HVAÐ ER GAGNRÝNT?
Hér að framan hefur verið vikið stuttlega að auknum áhuga á umhverfismálum landbúnaðar, og
þar með búfjárræktar, og nauðsyn þess að bæta ímynd fiamleiðsluhátta og afurða búfjár meðal
neytenda. Þá liggur beint við að spyija hvað sé einkum gagnrýnt í framleiðsluháttum nútíma
búfjárræktar. Það fjalla ég lítillega um í fimm liðum.
Kynbœtur
Síðustu áratugina hafa orðið stórstígar erfðaffamfarir í margvíslegum afurðaeiginleikum búfjár.
Keppt hefur verið að mikilli afúrðasemi einstakra gripa og aukinni hagkvæmni í fiamleiðslu í
samræmi við kröfur markaðarins. Dæmi um vankanta sem hafa komið í ljós mætti taka úr
svínarækt þar sem meginmarkmiðin hafa verið að bæta fóðumýtingu og vöxt og draga úr
fitusöfnun (14). Þannig er hægt að láta sláturgrisi vaxa um allt að 1000 grömm á dag á 2,8 kg
fóðurs og kjötið er vissulega magurL En gallar sem hafa komið upp í þessum "afburða" svúium
eru m.a. lítið og veikt hjarta, blóðrásartruflanir, liðagigt, veikleiki í fótum og versnandi
kjötgæði svo sem vegna vatnsvöðva (PSE). Á seinni árum hefur ýmiss konar erfðatækni rutt
sér tíl rúms, t.d. flutningur erfðavísa á milli dýrategunda (transgenesis) sem mættí m.a. nýta til
að auka vöxt, breyta efnasamsetningu mjólkur og við lyfjaframleiðslu (15). Við flutning
erfðavísa á milli dýra hefur komið fram ýmiss konar veiklun og sjúkdómar og mikið hefur borið
á hörðum viðbrögðum þeirra sem telja að velferð búfjár og annarra dýra sé misboðið, slíkt geti
ekki samræmst umhverfísvænni búQárrækt (7). Þá gagnrýna sumir nútúna kynbótastarf á þeim
grundvelli að verið sé að draga um of úr Ijölbreytni og auka á einhæfhi og stöðlun til
samræmingar við tæknivædda búskaparhætti (16). Því er varðveisla sjaldgæfra búfjártegunda
og eiginleika talin stuðla að umhverfisvænni búfjárrækt
Fóðrun
Um all langt árabil hefur það viðhorf verið ríkjandi meðal umhverfisvemdarsinna og margra
annarra að það fóður sem byggir hvað mest á nýtíngu sólarorku, þ.e. gras og þá einkum
úthagabeit, sé mun æskilegra til búfjárframleiðslu en kom, auk þess sem hluta þess kommetis
sem nú er notað til skepnufóðurs megi nota til manneldis víða um heim (17). Á það er einnig
bent að víða byggist nútíma komrækt á orkufrekri ranyrkju jarðvegs sem standist ekki kröfur
sjálfbærra búskaparhátta. Talsmenn umhverfisvænnar búfjárframleiðslu gera kröfur um að
dregið skuli úr einhæfri kraftfóðumotkun og gróffóðumotkun komi sem mest í hennar stað
(18). Sem dæmi um skaðleg áhrif offóðrunar með kraftfóðri hefur verið bent á lifiarskemmdir
auk júgurbólgu, veikleika í klaufum og skerta fijósemi hjá mjólkurkúm og aukna tíðni
magasára í svúium. Gagnrýni á fóðurvöruiðnað er nærtækust í Bretlandi þar sem mikið var
notað af sláturúrgangi sem hagkvæmum próteingjafa í fóðurblöndur fram til 1988. Þá var talið
fullsannað að nautgripariða (BSE), sem fyrst greindist í árslok 1986, tengdist fiamleiðslu og