Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 14
6
LÍFRÆNIR STAÐLAR
Víða um lönd hefur umhverfisvæn búfjárrækt verið skilgreind. Samstaða hefur myndast um
ákveðnar kröfur sem þarf að uppfylla. Sumar þær skilgreiningar eru mjög þröngar og er þá
rniðað við líffæna búfjárrækt en aðrar fara eins konar millileið þar sem helstu vankantar nútífna
búskaparhátta eru sniðnir af í þeim tilgangi að búskapurinn verði visthæfari og sjálfbærari (8).
Til viðmiðunar vek ég athygli á stöðlum frá tveim nágrannalöndum, Bretlandi og Danmörku. í
Danmörku voru samþykkt lög um visthæfan landbúnað árið 1987 (lov nr. 363 om ökologisk
jordbrugsproduktion) og voru þau nánar útfærð í reglugerðum um eftirlit og staðla (1987) og
um rfldsstuðning (1988). Hvað búfjárræktina varðar eru sett ýmis skilyrði fyrir viðurkenningu
svo sem með tílliti til ræktunar, fóðrunar, húsvistar, hirðingar og notkunar lyfja. Þar kemur
m.a. fram að hafa skal það rúmt á dýmnum að eðlilegar hreyfingar séu ekki hindraðar og þau
skulu njóta dagsbirtu. Leyfilegt er að binda kýr á bása gangi þær úti á beit á sumrin (24). í
Bretiandi eru til ýmsir staðlar fyrir umhverfisvænan landbúnað. Mest er stuðst við staðla "Soil
Association" (The Soil Association's Standards for Organic Agriculture) sem em mjög
ítarlegir. Þar er m.a. bæði að finna alhliða staðla um lífræna búfjárframleiðslu svo og um
einstakar búfjártegundir, þ.e. fyrir alifugla, nautgripi, sauðfé, og svín. í þessum stöðlum er m.a.
gert ráð fyrir að gyltur hafi mun meira frelsi í húsum en tíðkast í hefðbundnum kerfum og séu
hafðar úti þar sem aðstæður leyfa. Hænsnahald í búmm er ekki leyft og notkun vaxtarhvetjandi
lyfja er óheimil. Slíkir staðlar hafa þó ekki verið lögfestir. Aftur á móti hefur breska
rfkisstjómin beitt sér fyrir samræmingu lífrænna staðla síðan árið 1987 (United Kingdom
Register of Organic Food Standards). Samræmdir staðlar vom birtir vorið 1989 og era þeir
mjög svipaðir áðumefndum "Soil Association" stöðlum. Framleiðendur sem uppfylla kröfumar
fá heimild til að markaðssetja umhverfisvænar afurðir með sérstökum gæðamerkjum.
Evrópubandalagið hefur líka verið að skoða gæðamálin og starfandi era alþjóðleg samtök 50
ríkja (The Intemational Federation of Organic Agricultural Movements) sem vinna að
samræmingu staðla fyrir umhverfisvænan landbúnað. Milliríkjaverslun með umhverfisvænar
vömr fer vaxandi og því er lögð áhersla á að neytendur séu ekki blekktir með villandi
vömmerkjum. Markaðssetning fer ffarn með ýmsum hætti, allt frá beinni sölu frá viðkomandi
búum í sveitum til stórmarkaða í borgum (10,25).
HAGKVÆMNI
Hér að ffarnan hefur verið fjallað um ýmsa tæknilega þætti búfjárræktar og bent á sitthvað sem
talið er að betur megi fara til þess að hún samræmist margvíslegum kröfum til
umhverfisvemdar. Þessi mál þarf þó að skoða í víðara samhengi en hér er unnt (26). í heimi
vaxandi samkeppni og markaðsvæðingar er eðlilega spurt um hagkvæmni umhverfisvænna
búskaparhátta. Hagfræðingar og fleiri eru famir að fjalla töluvert um umhverfiskostnað, græna
landsframleiðslu og grænan hagvöxt (27, 28) og þá gjaman í anda Schumachers (29). Eriendis
hafa hagrænar samanburðarrannsóknir verið gerðar og má m.a. benda á gagnlegar upplýsingar