Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 15
7
frá Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Sviss og Þýskalandi (10, 18). Danskar rannsóknir á
kúabúum benda m.a. til þess að við lífræna búskaparhætti verði kostnaður meiri og nyt lægri en
á móti vegi hærra mjólkurverð þannig að afkoman geti verið viðunandi miðað við hefðbundin
bú. Framleiðslukostnaður í hfrænni svínarækt í Danmörku getur orðið 30-40% hærri en í
hefðbundinni séu gerðarkröfur um að a.m.k. 75% fóðurkomsins sé ffamleitt á umhverfisvænan
hátt. Niðurstöður frá ofangreindum löndum sýna að vísu að í sumum tilvikum getur
framleiðslukostnaður lækkað ef breytt er yfir í lífræna búskaparhætti en afurðir eftir grip
minnka að jafnaði. Samsetning kostnaðar verður með öðram hætti, þ.e. minni breytilegur
kostnaður en oftast meiri vinnukostnaður. Lífræn búfjárrækt er því atvinnuskapandi. Árangur
er betri þegar um blandaðan búskap fremur en sérhæfðan er að ræða. Fyrstu 4-6 árin eftir
breytingamar em erfiðust, samkvæmt breskum rannsóknum, og mjög skuldugum bændum er
ráðið frá því að breyta yfir í líffænan búskap jafnvel þótt hægt sé að fá hærra afurðaverð (10).
Það er reyndar ljóst að verð fyrir umhverfisvænar búfjárafurðir þarf að vera töluvert hærra en
fyrir þær hefðbundnu. Oft virðist fást 10-20% bónus á verð til bænda fyrir umhverfisvæn egg,
mjólk og kjöt. Neytendur sýna þessum vöram vaxandi áhuga og þeim bændum fjölgar sem
taka upp h'ffæna búskaparhætti. Sem dæmi um eftirspum má nefna tilraun sem TESCO
verslanakeðjan í Bretlandi gerði haustið 1991 (30). Hún lækkaði verð á lífrænt ræktuðu
grænmeti um skeið niður í sama verð og var á hefðbundinni ffamleiðslu. Sala lífrænu afurðanna
jókst um 300-500% og jafhvel eftir að verðið var hækkað aftur seldist um 50% meira en áður
af líffænu afurðunum. Þannig hlýtur hagkvæmni framleiðslu umhverfisvænna búsafurða að
ráðast mjög af gæðum, verði og kaupgetu neytenda. Þess ber að geta að f mörgum löndum
eiga bændur kost á opinberam stuðningi til þess að taka upp viðurkennda umhverfisvæna
búskaparhætti, m.a. á umhverfíslega viðkvæmum svæðum. Sá stuðningur felur m.a. í sér
sérhæfða leiðbeiningaþjónustu, styrki á nokkurra ára aðlögunartíma og aðstoð við
markaðsfærslu.
FRAMTÍÐARHORFUR
Það yfirlit sem hér hefur verið gefið um almenn viðhorf til búfjárframleiðslu er að mestu byggt á
erlendum heimildum. Þar sem búskaparskilyrði era sérstæð á margan hátt hér á landi, og
sitthvað sem er ofarlega á baugi í þessum málum erlendis á ekki við hér, er beinn samanburður
ýmsum annmörkum háður. Engu að síður era ljósar margar vísbendingar sem hafa má til
hliðsjónar við skilgreiningu umhverfisvæns landbúnaðar á íslandi. Gera þarf alhliða úttekt á
hverri búgrein fýrir sig, skrásetja líffæna staðla og afla opinberrar viðurkenningar á "grænum"
vöramerkjum fyrir allar umhverfisvænar afurðir þessara búgreina. Þar sem fjölskyldubúskapur
á jörðum í einkaeign er ríkjandi búskaparform hér á landi og auk þess meira sttjálbýli, minni
mengun og minni lyfjanotkun en í nágrannalöndum okkar era möguleikar á eflingu
umhverfisvænna búskaparhátta miklir hér á landi. Hér er t.d. óheimilt að nota vaxtarhvetjandi
lyf og þróun verksmiðjubúskapar er mjög skammt á veg kominn. Hinar "grænu" leiðir þarf að