Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 21
13
Á eftirfarandi töflu er reiknað út hve mikill áburður fer á ræktað land á íslandi.
Dreginn er frá áburður sem var til landgræðslu (Sveinn Runólfsson 1992).
L tafla. Magn af N, P og K, sem notað var á íslandi 1990.
N, tonn P, tonn K, tonn
Tilbúinn áburður - áburður til landgræðslu 12.247 2.636 3.953
Búfjáráburður, nýtanleg efni 1.885 722 2.470
Alls 14.132 3.358 6.423
Tölumar fyrir búfjáráburð eru reiknaðar út af Emu Bjamadóttur og Stefáni Emi
Valdimarssyni (1992). Tölumar fyrir búfjáráburð em jafngildistölur, þ.e. reynt er að miðað
við sömu nýtingu áburðarefna í búfjáráburði og tilbúnum áburði árið sem borið er á.
Ef gert er ráð fyrir að ræktað land á íslandi (tún, akrar og garðar) sé um 148.000 ha
(Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins 1991), þá hefði áburður á hektara verið: 95 kg
köfnunarefni, 23 kg fosfór og 43 kg kalí.
Það er ákaflega örðugt að gera sér grein fyrir því hve mikið skolast út í sjó og vötn
af áburðarefnum á fslandi. Orkustofnun athugaði efnamagn í Grimsá 1973-1974. Á
grundvelli þeirra efnagreininga reyndi Friðrik Pálmason, o.fl. (1989) að reikna út hve mikið
hefði skolast út af áburðarefnum. Útskolun á köfnunarefiú af vatnasvæði Grímsár í heild
virtist vera um 0,7 kg N/ha. Það var ekki auðvelt að gera sér grein fyrir hve mikið af þessari
útskolun kom af túnunum í dalnum, en höfundum fannst líklegt að það væri á bilinu 6,5-20
kg/ha N.
Hólmgeir Bjömsson (1980) benti á að það er mjög mikið af köfnunarefni bundið í
mýraijarðvegi. Þegar mýrar era þurrkaðar og þær fara að rotna losnar verulegt magn af
köfnunarefni úr þeim. Þorsteinn Guðmundsson (1988-1989) mældi hve mikið losnaði af
köfnunarefni úr mýraijörð á Hvanneyri. Úr óframræstri mýri losnaði ekkert köfnunarefni, í
framræstu túni mældist losunin 10 kg/ha N og í garði sem var innan skjólbelta mældist
losunin 31 kg/ha N. Þetta þýðir að framræsla losar áburðarefni sem plöntur taka upp eða
skolast út í ár, vötn og haf.
Hugsanlegt er að einhvers staðar á íslandi séu vötn eða ár þar sem um ofauðgun er
að ræða, en það er þá aðeins á örfáum afmörkuðum stöðum. Hins vegar er vitað að skortur
á köfnunarefni takmarkar oft afköst lfíkeðjunar í vötnum Norður-Evrópu og er Þingvallavatn