Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 23
15
TILBÚINN ÁBURÐUR
Það var ekki fyrr en á þessari öld að farið var að nota tilbúinn áburð að nokkru marki. Dam
Kofoed (1979) sagði að áreiðanlega væri ekki unnt að brauðfæða allt núlifandi fólk ef tilbúins
áburðar nyti ekki við. Flestir sem hafa athugað málið munu vera því sammála. í þéttbýlum
og þrautræktuðum löndum veldur áburður vanda sem menn reyna að bregðast við með ýmsu
móti.
Vegna hættu á nítratmengun og ofauðgun vatna og sjávar, eru bændur í flestum
iðnríkjum hvattir eða þvingaðir til að draga úr notkun áburðar, m.a. með því að fara eftir
áburðaráætlunum sem gerðar eru á grundvelli jarðvegsefnagreininga. Tii að koma í veg fyrir
útskolun hefur ýmislegt verið reynt, td. að bera á meira en einu sinni yfir sumarið.
í flestum áburðarverksmiðjum er oKa notuð til að framleiða köfnunarefnisáburð. Það
þarf 1,5 kg af olíu til að framleiða 1 kg af köfnunarefni (Jaakkola 1991). En eins og áður er
vikið að gæti olía farið að hækka í verði upp úr næstu aldamótum og það þýddi að verð
hækkaði á köfnunarefnisáburði og þar með matvælum. Reynt er að bregðast við þessum
vanda á ýmsan hátt, t.d. með því að rækta jurtir sem vinna köfnunarefni úr loftinu í samvinnu
við örverur.
Eitt af því sem margir óttast að geti gengið til þurrðar á næstu árhundruðum er fosfór
úr námum með sæmilega aðgengilegu fosfórgrýti. Dam Kofoed (1979) taldi t.d. að
fosfórgrýtið muni endast í 300-400 ár. Framsýnir menn vilja spara þessa auðlind fyrir
komandi kynslóðir, m.a. með því að bera lítið á af fosfór. Jóhannes Sigvaldason (1991) hefur
verið talsmaður þessara hugmynda á fslandi. Hann telur að á flestum stöðum nægi að bera
á svipað magn af fosfór og plöntumar taka upp. Jóhannes telur þó að þar sem mikil þörf er
á fosfór, binding í jarðvegi mikil, þurfi að bera meira á en sem svarar upptöku. Þar sem
jarðvegur bindur óhæfilega mikið af fosfór, hafa menn nokkuð víða gripið til þess ráðs að sá
honum í rastir í jarðveginum, til að minnka snertiflöt jarðvegs og áburðar. Nokkrir kartöflu-
bændur gera þetta hér á landi.
í áburði, einkum fosfóráburði, getur verið nokkuð af þungum eitruðum málmum, svo
sem kadmíum, blý og kvikasilfur. Af þessum efnum óttast menn kadmíum mest. Þorsteinn
Þorsteinsson og Friðrik Pálmason (1984) rannsökuðu magn af af kadmíum í grasi af túnum
á íslandi. f tveimur fosfórtilraunum af þremur óx kadmíummagnið í hlutfalli við vaxandi
skammta af fosfóráburði. Þeir félagar rannsökuðu einnig lifur og nýru í sláturdýrum. Hvergi
varð vart við kadmíummagn sem talið var það hátt að ástæða væri til að hafa af því áhyggjur.
í rannsóknum sem gerðar voru í Noregi (Bærug og Singh 1990) kom fram, að það