Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 32
24
í þessari tilraun eru 33 stofnar af rauðsmára frá norðurhéruðum Norðurlandanna í
blöndu með vallarfoxgrasi (Áslaug Helgadóttir).
Rauðsmári í sáðsléttum bænda (686-90). Bændum víðs vegar um land var sent ffæ af
rauðsmára og vallarfoxgrasi til sáningar í tún. Fylgst verður með rauðsmáranum í
nokkur ár (Áslaug Helgadóttir).
Frœrœkt á rauðsmára, Korpu. Þessi tilraun var gerð 1991 á 15 reitum í tilraun nr. 671-88
(Áslaug Helgadóttir).
Lúpína
Tilraunir með Alaskalúpínu, Korpu, Gunnarsholti, Markafljótsaurum, Skógasandi. Þetta voru
tilraunir með sáningu og uppskeru lúpínunnar. Þær hófust 1986 og lauk 1991 (Jón
Guðmundsson).
Samanburður á stofnum af fóðurlúpínu (669-87), Sámsstöðum. Þessi tilraun stóð í eitt ár (Jón
Guðmundsson).
Samanburður á tegundum og afbrigðum lúpínu (670-87), Korpu. (Friðrik Pálmason).
Vistfrœði Alaskalúpínu. Vistffæðilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Alaskalúpínu frá árinu
1987. Útbreiðsluhættir lúpínunnar eru athugaðir og áhrif hennar á gróður og jarðveg
(Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon).
Ahrif lúpínu á vðxt trjáa, Gunnarsholti. Tilraunin hefur staðið í nokkur ár og verður áfram
(Jón Guðmundsson og Þórarinn Benedikz).
Forrœktun á lúpínu í kartöflurœkt, Þykkvabæ. Lúpúia var höfð í landinu í þijú ár og áhrif
hennar metin í kartöflurækt fjórða árið (Jón Guðmundsson, Friðrik Pálmason og
Sigurgeir Ólafsson).
Nýting Alaskalúpínu fyrir sauðfé. Þessi rannsókn hófs 1989. (Ólafur Guðmundsson, Jóhann
Þórsson, Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Jón Guðmundsson).
Alkalóíðar (lúpínu. Unnið var við þróun aðferða og mælingar á árabilinu 1990-1991 (Am-
grímur Thorlacius og Tiyggvi Eiríksson).
Vistfræði ánamaðka (lúpínubreiðum. Rannsóknir hófust sumarið 1991 og ráðgert er að þeim
ljúki 1994 (Hólmfríður Sigurðardóttir).
Úrval á lúpínu úr Alaskasafni Óla Vals (708-92), Gunnarsholti. Búið er að velja lúpínustofna
sem eru mismunandi að útliti og eru þeir nú í fjölgun (Áslaug Helgadóttir).
Samanburður á bakteríusmiti fyrir lúpínu. Þetta verkefni hófst 1992 (Halldór Sverrisson og
Jón Guðmundsson).
Elri
Samanburður á mismunandi stofnum afFrankiageislabakteríu (geislasvepp) á elri. Bomir em
saman erlendir og innlendir stofnar af geislasvepp. Byijað var á þessu 1990 (Halldór
Sverrisson).
Kvæmaprófun á elri. Elrikvæmum ffá Alaska var plantað í reiti víðsvegar um land. Einnig
hefur verið plantað út nokkmm kvæmum af Síberíuelri (Halldór Sverrisson).
Aðrar tegundir
Prófun á skriðlu og maríuskó (687-91), Korpu. Markmiðið er að kanna hvort hægt sé að
koma ýmsum stofnum þessara tegunda til með sáningu og hvort þeir lifa (Áslaug
Helgadóttir).
Baunagras, Skaftafelli. Þetta er vistffæðileg rannsókn á baunagrasi sem hófst 1987 og stendur
enn (Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon).
Samanburður á ýmsum belgjurtategundum erlendisfrá (691-90), Korpu, Gunnarsholti. (Ás-
laug Helgadóttir).