Ráðunautafundur - 15.02.1993, Síða 44
36
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1993
Lífrænar varnir í garðyrkju
Garðar R. Ámason
Búnaðarfélagi íslands
I. INNGANGUR
Á allra síðustu árum, hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting gagnvart notkun plöntulyfja í
garðyrkju, og þá sérstaklega við ræktun matjurta, hvort heldur er hjá garðyrkjumönnum eða
almenningi. Þó svo að talið sé, að mönnum stafi ekki hætta af réttri notkun plöntulyfja, er ætíð
ákveðin hætta á mistökum við notkun þeirra, ekki síst gagnvart þeim sem vinna verkið.
Ennfremur má greinilega merkja vaxandi tortryggni hjá almenningi gegn notkun plöntulyfja,
einkum á matjurtir, þó svo að sú tortryggni eigi oft við lítil rök að styðjast, a.m.k. hvað
íslenska fiamleiðslu varðar. Hefðbundin úðun plöntulyfja er bæði tímafrek og líkamlega erfið,
og krefst þess t.d. að viðkomandi klæðist öflugum og oft óþjálum hlffðarfatnaði. Annar
slæmur ókostur sem getur fylgt einhliða notkun plöntulyfja er að meindýrin mynda oft
mótstöðu gegn lyfjunum, nokkuð sem engin hætta er á þegar beitt er lífrænum vömum.
Kröfur neytenda aukast sffellt um æ minni notkun plöntulyfja, sérstaklega við ræktun
matjurta, bæði vegna hugsanlegra leifa efnanna í afurðum og náttúru. Þessar kröfur neytenda
falla mjög vel að óskum framleiðenda, þar sem notkun þeirra á plöntulyfjum stafar eingöngu af
illri nauðsyn. Framleiðendur vilja því gjaman hætta notkun þeirra, ef tryggt er að það valdi
þeim ekki fjárhagslegu tjóni.
Að mínu mati verðum við að uppfylla kröfur markaðarins um grænmeti, sem hefur Ktið
sem ekkert komist í snertingu við plöntulyf. Eftir því sem mér virðist, era fæstir reiðubúnir að
greiða meira fyrir vöruna en nú er, né heldur að sætta sig við að varan beri merki um meindýr.
Aðferð sú sem verður fyrir valinu, verður því að taka mið af þessu hvora tveggja. Hvaða
möguleika höfum við á að verða við þessum kröfum?
Persónulega tel ég vænlegast til árangurs að beita þeirri aðferð sem ég hef oft nefnt
"samþætta plöntuvemd". Með þessu hugtaki er átt við baráttu við meindýr og sjúkdóma með
öllum tiltækum ráðum, þar sem tekið er tillit til umhverfislegra og hagfræðilegra þátta og
ennfremur til leifa plöntulyfja í afurðunum. Megin áherslan er lögð á náttúrlegar, lífrænar
vamir, en þó með hagfræðilegri viðmiðun.
II. HVAÐ ERU LÍFRÆNAR VARNIR?
Með Iíffænum vömum er hér átt við eyðingu ýmissa skaðvalda, sem herja á nytjaplöntumar,
með ákveðnum tegundum nytjadýra sem lifa að meira eða minna leyti á skaðvöldunum og geta
á þann hátt oft haldið þeim í skefjum.