Ráðunautafundur - 15.02.1993, Side 48
40
í reynd verður því oft að finna ákveðna málamiðlun á milli þess æskilega og þess
mögulega.
72. Ránmaur gegn spunamaur
Ágæt reynsla er komin á ránmaurinn Phytoseiulus persimilis, sem hefur reynst mjög
áhrifaríkur gegn spunamaur í mörgum plöntutegundum. Hann býr f raun bara yfir einum
verulegum galla, en það er að þola þurrk mjög illa. Bara eftir einn dag án vökva (vatn eða
líkamsvessi spunamaurs) stöðvast varp kvendýranna og þau drepast fljótlega. Ef hægt er að
úða vatni yfir plöntumar þegar loft er þurrt, væri það stór kostur fyrir ránmaurinn, sérstaklega
á meðan hann er að komast á legg.
Ránmaurinn er h'till, appelsínugulur-rauðbrúnn að lit og perulaga að lögun. Auðvelt er
að rugla honum saman við rauðleit dvalardýr spunamaursins, en ólíkt ránmaumum era þau
með tvo dökka dfla á bakinu, oft ívið rauðari og auk þess flatari og ívið minni. Ránmaurinn er
tiltölulega langfættur og hreyfir sig mun hraðar en spunamaurinn og fer ekki í dvala.
Þegar mikið af spunamaur klekst út á birtusnauðum árstúna, getur orðið mikið um rauð
kvendýr. Fari svo, er hætta á að ránmaurinn ráði illa við hann. í fyrsta lagi er hætta á að
honum sé raglað saman við ránmaurinn og því gripið of seint inn í með viðeigandi ráðstafanir.
í öðra lagi þá étur ránmaurinn helst ekki rauðan spunamaur og alls ekki ef nægt framboð er af
eggjum og ungum spunamaur.
Ránmaurinn lifir eingöngu á spunamauram og kýs fremur egg og ungar lirfúr en
fullvaxta dýr. Hann leitar spunamaurinn uppi og drepur hann með því að sjúga sér næringu úr
honum. FuUvaxinn ránmaur getur étið allt að 20 spunamaurslirfur og 5 fúUvaxna spunamaura
á dag. Eftir því sem meira er um fæðu, nýtir hann hana verr, þ.e. drepur þá oft spunamaura án
þess að éta þá. Ránmaurinn yfirgefur sjaldnast blaðið fyrr en enginn spunamaur er eftir.
Ránmaurinn getur útrýmt spunamaumum á 6-12 vikum og getur þá verið áfram tíl staðar í aUt
að 3 vikur til viðbótar.
Ránmaurinn þrífst á hitabilinu 18-30°C, en kjörhitinn er 24°C. Varp hans stöðvast við
hita undir 10°C og yfir 30°C. Þegar loftrakinn er lágur, dregur veralega úr varpi ránmaursins
og þarf hann því að vera a.m.k. 60-70% og helst um og yfir 90%. Egg ránmaursins þola mun
betur háan hita, þegar loftrakinn er hár en þegar hann er lágur. Mjög slæmt er fyrir ránmaurinn
þegar saman fara hár hiti og þurrt loft, en hins vegar hentar það spunamaumum mjög vel.
Ránmaurinn er nú seldur bæði í plastflöskum (oft með um 2000 ránmauram) og í litlum
pokum (oft með um 30 ránmaurum) sem hengja má á plöntumar. I hita skríður ránmaurinn
upp undir lokið á flöskunum og því er hætta á að megnið af ránmaumum fari í upphafi
dreifingarinnar. Ágætt væri þá að setja flöskuna í kæliskáp í um 2 klst. fyrir notkun, því þá
dreifir ránmaurinn sér betur um alla flöskuna. Fyrir dreifingu verður alltaf að blanda
ránmaumum vel saman við hveitiklíðið í flöskunum og að því loknu er það sett í smá hrúgur á
blöðin. Gott er að úða vatni áður yfir plöntumar, því þá festist klíðið og ránmaurinn betur á