Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 49
41
blöðunum. Á pokana er rifíð smá gat og þeir hengdir á plöntumar (þurrt og hlýtt). Geyma má
ránmaurinn í allt að 1 viku við 3-5°C.
Að lokinni dreifingu verður að fylgjast vel með árangrinum, sérstaklega fyrstu 2
vikumar og þá helst daglega. Þrátt fyrir að fullvaxinn ránmaur geti étið allt að 20 spunamaura
á dag, verpt 3-4 eggjum á dag í um 2 vikur og er bara 7-10 daga að þroskast úr eggi yfir í
fullvaxið dýr, er árangurinn ekki alltaf fullnægjandi. Stundum getur reynst nauðsynlegt að
bæta við fleirum ránmaumm en ráðleggingar segja til um, sérstaklega ef rauður spunamaur er
til staðar.
Ránmaurinn þolir mismunandi plöntulyf misvel (sjá töflu) og hafa ber f huga að hann er
viðkvæmari fyrst eftir dreifingu og þegar lítið er um fæðu. Þó svo að ránmaurinn myndi þola
ákveðin lyf, ætti helst ekki að nota nein plöntulyf fyrstu vikumar eftir útplöntun, því þau draga
full mikið úr vexti ungra plantna.
7.2.1. Notkun ránmaurs gegn spunamaur. Til greina koma 3 dreifmgaraðferðir: "Aldreifing",
"blettdreifing" og "smitun".
Aldreifing: Ránmaur dreift um allt húsið. Endurtekið eftir þörfum.
Blettdreifing: Ránmaur dreift á smituð svæði, eftir því sem spunamaurinn dreifir sér. Sparar
kaup á ránmaurum, en er áhættusamara, vinnufrekara og krefst mjög góðs eftirlits.
Smitun: Þegar vænta má að spunamaur muni koma upp, em plöntumar smitaðar með
spunamaur og ránmaur.
Tómatar:
Notkun ránmaurs er erfiðari í tómötum en í gúrkum, m.a. vegna ógreinilegra einkenna
(og ránmaumum því dreift of seint!), hár blaða og stöngla em til trafala fyrir ránmaurinn,
lægri hita og þurrara lofts.
Mjög mikilvægt er að ránmaur komi á allar smitaðar plöntur, um leið og spunamaurinn
fer á kreik.
Dreifa þyrfti ránmaumum í mismunandi hæð á plöntunum.
Gott væri að hengja upp bréf með ránmaurum á þeim stöðum þar sem hætt er við háum
hita.
Blettdreifing:
Dreifa þyrfti ránmaumum áður en spunamaur finnst á fleirum en 2 blöðum á hverri
plöntu. Ef spunamaurinn er kominn á fleiri blöð, þyrfti að úða áður.
Dreifa mætti 10-20 ránmaurum/m^ á smituð svæði. Mikilvægt er að ránmaurinn
fari á allar smitaðar plöntur.
Eða: 2-4 ránmaurar á hveija smitaða plöntu og að auki á 6. hveija ósmitaða. Helst
þyrfti ránmaur að fara á öll srnituð blöð.
Dreifingin er endurtekin vikulega, þar til árangur næst og ránmaurinn kominn um
alla ræktunina.