Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 50
42
Aldreifing:
Dreift um 10 ránmaurum á m^ þegar spunamaurinn fer á kreik.
Oft má reikna með að endurtaka dreifinguna 2-4 sinnum, á 2 vikna fresti.
Paprika:
Einkenni spunamaurs sjást illa í byijun og því mjög mikilvægt að fylgjast mjög vel með.
Dreift um 5-10 ránmaurum á m^, þegar spunamaurinn fer á kreik.
Gera má ráð fyrir að endurtaka dreifinguna 2-4 sinnum, á 2 vikna fresti.
Gúrkur:
Ránmaur hefur oft gefist vel í gúrkum. Sjaldnast er þörf á að dreifa álíka mörgum
ránmaurum og í tómötum, þó svo að það sé oft gert til öryggis.
Víða erlendis er vaxandi áhugi á að dreifa ránmaumum fyrirbyggjandi, því oft kemur
spunamaurinn upp á svipuðum tíma á hveiju ári.
Agætt væri að hengja upp bréf með ránmaurum á þá staði þar sem hætt er við háum hita.
Blettdreifing:
Dreift er 2-3 ránmaurum pr. plöntu við byijun smits. Nauðsynlegt gæti verið að
endurtaka dreifinguna og þá með 8-10 ránmaurum á m^.
Eða: 2-4 ránmaurar á allar smitaðar plöntur og að auki á 5.-10. hveija ósmitaða
plöntu.
Eða: 3 ránmaurar á á allar smitaðar plöntur. Dreifingin er endurtekin eftir viku og
enn á ný að viku liðinni og þá líka á 10. hverja ósmitaða plöntu.
Aldreifing:
5-10 ránmaurar á rrfi við vægt smiL
Smitun:
10. hver planta er smituð með 10-20 spunamaurum og viku seinna eru settir út um
3 ránmaurar á sömu plöntur.
Skrautjurtir:
Þau lönd sem eru komin hvað lengst í notkun lífrænna vama eru: Þýskaland, England,
Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Italía og Kanada. I ár má finna lífrænar vamir á um 100-
200 ha. af blómum í heiminum, þar af em liðlega 25 ha. í Þýskalandi.
Nánast engir spunamaurar (né önnur meindýr) mega vera til staðar.
Lítil reynsla er af ránmaur gegn spunamaur í skrautjurtum.
Ránmaurinn hefur oft gefist mun verr í pottaplöntum en t.d. í gúrkum, líklega vegna
þurrara lofts.
Þó svo að ekki hafi orðið vart við spunamaur, mætti dreifa 5 ránmaumm á m^ á 2 vikna
fresti að sumri og mánaðarlega að vetri, þegar plöntumar em ekki lýstar.
Ef ránmaur er ekki dreift fyrirbyggjandi, mætti dreifa a.m.k. 6 ránmauram á rrP- á þau
svæði sem spunamaur fannst á og a.m.k. 2 ránmaurum á annars staðar. Ekki má þó
vera orðið mikið um spunamaur.