Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 51
43
Ágætt er að hengja upp ránmaursbréf á þeim svæðum þar sem hætt er við háum hita.
Rósir:
- Ránmaurinn gæfist væntanlega illa, þar sem hann þolir illa svælingu með brenni-
steini.
Gerbera:
- T.d. í Englandi hefur gefist vel að dreifa 6 ránmaurum á um leið og spuna-
maurinn fer á kreik.
Chrysanthemum:
- Dæmi eru erlendis frá um góðan árangur þegar ránmaumum er dreift við upphaf
skammdagsmeðferðar og ekki eru fleiri en 2 spunamaurar/blað. Ef þeir em fleiri
þyrfti að úða fyrst. Dreift er þá 1-1,5 ránmaumm á hvem beð þegar meðalhitinn
er yfír 20°C og tvöfalt fleimm ránmaumm þegar hitinn er undir 20°C.
- Eða: Ránmaur dreift reglulega á 4 vikna fresti.
7.3. Ránmaur gegn tripsi
Fram til þessa hafa verið á markaðnum tvær tegundir ránmaura gegn tripsi, Amblyseius
cucumeris og A. barkeri. Flest bendir til þess að A. cucumeris muni verða nær alls ráðandi,
því hann virðist þola loftslag gróðurhúsanna betur og hefur í heild gefið betri árangur.
Oft er erfitt að finna ránmaurana. Mestar líkur em á að finna þá snemma morguns eða
þegar sól er sest, því ránmaurunum fellur illa við sólskin. Þeir finnast því yfirleitt á neðra borði
blaðanna, oft þétt upp í homi á milli blaðæðanna. Oft em bara 1-2 ránmaurar á hveiju blaði.
Loftrakinn hefur mjög mikil áhrif á árangurinn, því ránmauramir þrífast mjög illa í
þurrn lofti. Helst þyrfti loftrakinn að vera yfir 75%.
Fullvaxinn ránmaur ræðst einkum á ungar tripslirfur og drepur þær með því að sjúga
sér næringu úr þeim. Ránmaurinn leitar fómardýrin uppi og getur hreyft sig talsverða
vegalengd. Hver ránmaur étur oft 2-3 tripslirfur á dag. Til að ránmaurinn gagnist sem skildi,
þarf að dreifa honum fyrirbyggjandi þannig að hann sé til staðar allan ræktunartímann. Þegar
lítið er um trips, getur ránmaurinn nærst á frjókomum. Ránmaurinn fer í dvala þegar
daglengdin er undir 12 klsL og hitinn jafnframt undir 21°C.
Ránmaurinn fæst bæði í litlum pokum, sem hengdir em á plöntumar, og í flöskum.
Ránmaurinn hefur fæðu með sér í pokunum og skríður smá saman úr þeim á um 6 vikna
tímabili. Pokamir henta því vel sem fyrirbyggjandi vöm. Árangurinn hefur yfirleitt verið mun
betri með dreifingu ránmaurs úr pokunum en úr flöskunum. Áður en ránmaur er dreift úr
flöskunum, verður að blanda ránmaurslirfunum vel saman við hveitiklíðið, sem síðan er sett í
smá hrúgur á blöðin. Gott er að úða vatni áður yfir blöðin, svo klíðið og ránmaurinn festist
betur á þeim.