Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 54
46
Ránmýið kemur sem púpur í fíhgerðu torfi eða sagi, sem sett er í smá hrúgur á
skuggsælum stað undir plöntunum. Mjög mikilvægt er að sól skíni ekki á hrúgumar og að þær
hvorlá þomi né verði of blautar. Geyma má flöskumar í 1 viku við 8°C og ættu þær að liggja
á hliðinni. Sjá töflu um eiturþol.
7.4.1. Notkun sníkjuvespu og ránmýs gegn blaðlús
Gætið þess að opna bara umbúðimar inni í gróðurhúsinu!
Umbúðunum er komið fyrir undir plöntunum, á skuggsælum stað.
Fyrirbyggjandi: Dreift reglulega frá og með útplöntun, t.d. 1 sníkjuvespa á 2. hveija
viku og/eða 1 púpu af ránmýi á vikulega.
Blaðlýs komnar upp: Um leið og lýsnar fara á kreik er dreift a.m.k. 3 sníkjuvespum á
og endurtekið vikulega a.m.k. 3 sinnum, og/eða 2-5 púpum af ránmýi á m^ vikulega
a.m.k. 3 sinnum.
Ef mikið er um blaðlýs (plöntumar famar að verða ldístmgar) er hæpið að sníkjuvespa
og/eða ránmý ráði við þær.
Sníkjuvespa er væntanlega áhrifaríkari en ránmý, þegar lítíð er er um blaðlýs og lýsnar
dreifðar, því vespan leitar betur uppi stakar blaðlýs.
Best væri að nota báðar tegundimar samtímis, eftir að blaðlús er komin upp.
Skrautjurtir: Sem fyrirbyggjandi vöm, mætti t.d. dreifa sem samsvarar 0,5-1 snílg'uvespu
á á 14 daga frestí. Þegar vart verður við blaðlús mættí dreifa um 3-5 sníkjuvespum á
rn^, 3 sinnum vikulega og þá einnig 2 ránmýspúpum á m^.
75. Sníkjuvespa gegn mjöllús
Fullvaxið kvendýr er 0,6-0,8 mm langt, með 4 glæra vængi, svartan haus og gulan bakhluta.
Karldýrin era svört og svolítið stærri. Fjölgunin á sér yfirleitt stað án undangenginnar
ftjóvgunar.
Sníkjuvespan notar lyktarskynið tíl að finna mjöllýsnar og verpir eggjum síhum inn í 3.
og 4. lirfustíg mjöllúsarinnar. Stundum verpir vespan inn í 1. og 2. lirfustíg, en þá ná
snflg'ulirfumar ekki að þroskast og drepast þá bæði snfkjulirfan og mjöllúsarlirfan.
Sníkjuvespan veipir lflca í lirfur bómullarmjöllúsar.
Þroskunarhraði, líftími fullvaxta sníkjuvespu og varp þeirra er háð loftslagsþáttunum,
einkum hita. Við um 20-22°C lifa þær í um 2-3 vikur. Hvert kvendýr verpir um 80-120
eggjum og þroskunarferillinn úr eggi yfir í fullvaxta dýr er um 20-30 dagar. Ef hitinn er lægri
eða mikill hitamunur á milli dags og nætur, lengist líftíminn, varpið minnkar og
þroskunarferillinn tekur lengri tíma.
Þar sem það líða um 3-4 vikur áður en árangur sést, er mikilvægt að dreifa vespunni
um leið og vart verður við mjöllús. Sníkjuvespan virkar misjafnlega vel á mismunandi
plöntutegundum. T.d. virkar hún yfirleitt betur á tómötum en í gúrkum, einkum vegna þess að