Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 55
47
mjöllúsin fjölgar sér hraðar í gúrkum og ennffemur hafa hár gúrkublaðanna truflandi áhrif á leit
vespunnar eftir lirfum.
Þegar búið er að dreifa vespunni, verður að fylgjast vel með því hvemig gengur. Nýjar
svartar púpur þyrftu að fara að sjást eftir um 2 vikur ffá 1. dreifingu. Eftir um 2 vikur til
viðbótar ættu um helmingur mjöllúsarlirfanna að vera svartar og eftir enn 3-4 vikur til viðbótar
ætti að vera komið á jafnvægi, með um 80% svartar og 20% hvítar lirfur. Sé á annað borð
komið á jafnvægi, helst það oft lengi, jafnvel út ræktunina. Jafnvægið getur þó raskast t.d. ef
notuð eru lyf gegn öðmm meindýrum eða loftslagið orðið óhagstætt fyrir sníkjuvespuna.
Kjörhiti hennar er 24-27°C og loftraki í meðallagi. Ef árangurinn eftir 2 vikur er ekki eins og
hann á að vera, þyrfti annað hvort að dreifa fleirum sníkjuvespum eða ná fjölda mjöllúsanna
niður með öðm móti, t.d. með skordýrasápu. Kostur sápunnar er að hún skilur ekki eftir sig
hættulegar leifar á plöntunum, þannig að dreifa má vespunni um leið og sápan er þomuð.
Sníkjuvespan er seld sem sýktar mjöllúsarlirfur, sem límdar em á lítil pappaspjöld sem
hengd em á plöntumar, um 40 cm neðan við topp þeirra. Oft era um 60 sníkjuvespur á 1
spjaldi. Sníkjuvespan þolir mörg plöntulyf mjög illa (sjá töflu).
75.1. Notkun sníkjuvespu gegn mjöllús
Tómatar:
Sníkjuvespan hefur gefist vel í tómötum, þegar henni er dreift nógu tímanlega.
Gæta þarf þess að afblaða ekki of fljótt. Sníkjuvespan klekst út á 26.-28. blaði við 18°C
ogá 18.-19. blaði við 24°C.
Sem fyrirbyggjandi mætti dreifa sem svarar 1 sníkjuvespu á m^, hálfsmánaðarlega í 3-4
mánuði.
Helst þyrfti að dreifa vespunni áður en það em að meðaltali fleiri en 1 mjöUús á
plöntu.
Þegar það era færri en 1 mjöUús pr. 10 plöntur, mætti dreifa 1 vespu pr. plöntu og
endurtekið eftir 14 daga.
Þegar það er 1 mjöllús á plöntu, mætti dreifa 3 sníkjuvespum á plöntu og endurtekið eftir
14 daga.
Eða: Ef mjöUús er til staðar mætti dreifa 4-6 snlkjuvespum á m^, endurtekið 4 sinnum á
7-10 daga fresti og þá með 2 sníkjuvespum á m^.
Gúrkur:
Hár blaðanna trafla sníkjuvespuna (og mjöllús fjölgar sér mjög ört á gúrkuplöntum).
Dreifa þyrfti sníkjuvespunni áður en það em að meðaltali fleiri en 1 mjöUús pr. 5 plöntur.
Ef mjöllýsnar em fleiri, verður árangurinn ótryggur.
Sem fyrirbyggjandi mætti dreifa 1 sníkjuvespu á plöntu, á 2ja vikna fresti í 3-4 mánuði.
Þegar það em færri en 1 mjöUús pr. 100 plöntur, mætti dreifa 3 sníkjuvespum á plöntu, 3
sinnum á 14 daga fresti.