Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 71
63
Að staðsetja uppsprettur þungmálmamengunar í andrúmslofti á söfnunarsvæðinu og
ákvarða stærð mengaðra svæða út frá þeim.
Að halda áfram og færa út fyrri rannsóknir í norðanverðri Evrópu og finna breytingar
sem orðið hafa.
Að gera auðlesin kort sem sýna þungmálmaákomu á mismunandi svæðum fyrir
viðkomandi söfnunartíma. Kortin auðvelda samanburð við fyrri rannsóknir og geta sýnt
hvort ástand hafi breyst á milli söfnunartímabila (Ruhling o.fl. 1992).
SÖFNUNIN 1990, AÐFERÐIR OG ÚRVINNSLA
Sumarið 1990 var safnað yfir 3000 sýnum af mosunum Hylocomium splendens og Pleurozium
schreberi á athugunarsvæðinu sem náði til 8 landa (1. tafla). Hér á landi var einungis safnað
Hylocomium splendens (1. mynd) sem meira er um, en alls voru sýnin héðan liðlega eitt
hundrað.
1. tafla. Fjöldi mosasýna sem greindur var &á hveiju
landi.
Land Fjöldi sýna
ísland 106
Danmörk 76
Noregur 496
Svíþjóð 908
Finnland 771
Rússland 282
Eistland 92
Lettland 81
Litháen 144
Reynt var að dreifa sýnatökunni
jaftit um löndin en söfnunametið var þó haft
þéttara á svæðum þar sem búast mátti við
mengun. Forðast var hins vegar að taka
sýni í næsta nágrenni við mengandi atvinnu-
rekstur, þéttbýli eða vegi. Skráðar voru
upplýsingar um hvem sýnatökustað, m.a.
nákvæm staðsetning, ríkjandi plöntu-
tegundir og landslag.
Á íslandi var sýnum safnað um allt
land, frá láglendi og upp í 570 m hæð yfir
sjó (1. mynd). Farið var bæði um Kjalveg
og yfir Sprengisand. Mosinn fannst alls staðar þar sem farið var um, nema inni á Sprengisandi
þar sem lítil úrkoma og áfok stendur honum sennilega fyrir þrifum.
Tekinn var endasproti, sem samsvaraði þriggja ára vexti, af mosanum til efnagreiningar.
í sýnunum vom greindir málmamir blý, jám, kadmíum, kopar, króm, nikkel, vanadíum og zink.
Efnagreiningaraðferðir vom samræmdar milli landa og samanburðarsýni send á milli efna-
greiningastofa. íslensku sýnin vom efnagreind í Lundi í Svíþjóð.
Niðurstöður efnagreininganna ásamt staðarákvörðun fyrir hvem sýnatökustað vora
færðar inn í tölvu. Teiknuð vora kort, eitt fyrir hvert efni, er sýna í megindráttum breytileika í
styrk málmanna á söfnunarsvæðinu. Niðurstöðumar frá meginlandinu vora birtar litprentaðar á
einu samfelldu korti, en fyrir ísland vora þær hins vegar birtar á sérkorti í svart-hvítri prentun
(Ruhling o.fl. 1992).