Ráðunautafundur - 15.02.1993, Síða 73
65
mynd). Þetta kann að koma nokkuð á óvart þar sem landið er strjálbýlt, hér er lítið um
þungaiðnað og þá liggur Island fjarri mengandi þéttbýlis- og iðnaðarsvæðum nágrannalandartna.
Tiltölulega hátt þungmálmainnihald mosa hér á landi verður ekki rakið til iðnaðarmengunar en
stafar þess í stað af áfoksryki sem miklu meira er um í andrúmslofti hér á landi en á
meginlandinu. Þetta kemur í ljós þegar kortin fyrir ísland eru skoðuð (2. mynd). Á þeim má
greinilega sjá að fyrir málmana, jám, kadmíum, kopar, króm, nikkel og vanadíum, mælast hæst
gildi í sýnum frá móbergssvæði landsins. Þessu belti fylgir eldvirkni, jarðvegur á því er mjög
öskublandinn og þar eru helstu uppblásturs- og auðnarsvæði landsins. Eins og sjá má á
kortunum þá mælist minnst í sýnum ffá norðvesturhluta landsins og lægst eru gildin að jafnaði í
sýnum frá Vestfjörðum (2. mynd). Samanburður á sýnum sem tekin voru á móbergssvæðinu og
norðvesturhluta landsisns utan móberssvæðissins leiðir í ljós mikinn mun fyrir alla málmana
nema blý og zink (2. tafla).
íslensku sýnin reyndust innihalda minna af blýi og zinki en sýni ffá hinum löndunum (3.
mynd), en þessi efni virðast ekki vera tengd áfoksryki. Nokkur hækkun í blýinnihaldi kom ffam í
sýnum ffá sunnanverðum Faxaflóa og ffá suðausturhluta landsins (2. mynd). Sennilegt er að við
Faxaflóa greinist merki um blýmengun ffá bflaumferð á aðal þéttbýlissvæði landsins. Á Suð-
austurlandi er hins vegar lfldegt að fram komi einu greinilegu merkin um aðboma
þungmálmamengun hér á landi. Hækkað blýmagn mælist á því svæði landsins þar sem
úrkomusamast er og nálægðin jafnffamt mest við meginland Evrópu. Skýr merki um
þungmálma vegna mengandi atvinnustarfsemi hér á landi koma ekki fram í mosasýnunum.
Nokkur hækkun í nikkel kemur þó fram á Reykjanesi og gæti þar verið um áhrif frá álverinu í
Straumsvík að ræða.
2. tafla. Efnainnihald í mosasýnum af móbergssvæðinu og af norðvestur hluta landsins vestan móbergs-
svæðissins árið 1990, meðalgildi í jig/g. (Til móbergssvæðis eru talin sýni af láglendi sunnanlands frá
Reykjanesi austur til Skeiðarár, úr Þingeyjarsýslum, innsveitum Austanlands, og sýni af hálendinu við
Kaldadalsleið og Kjalveg. Sýni vestan móbergssvæðis eru frá láglendi af svæðinu frá Hvalfirði, vestur um
Snæfellsnes og Vestfirði og austur til Eyjafjarðar).
Vestan
Efni Móbergssvæði móbergssvæðis
Blý 1,9 1,9
Járn 6095 1775
Kadmíum 0,7 0,2
Kopar 14,9 5,8
Króm 5,5 1,4
Nikkel 5,8 1,3
Vanadíum 21,9 6,8
Zink 23,8 16,2