Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 77
69
UMRÆÐA
Niðurstöður mosasöfnunarinnar 1990 sýna að talsvert fmnst af ákveðnum þungmálmum í
mosum hér á landi í samanburði við nágrannalöndin á meginlandi Norður Evrópu. I íslensku
sýnunum mældist meira af járni og vanadíum en í sýnum frá hinum löndunum og þá greindist
einnig í sýnunum héðan nokkuð af kadmíum, kopar, krómi og nikkel (3. mynd). Fram kom að
styrkur þessara málma var miklu hærri í mosum sem teknir voru á móbergssvæði landsins en
utan þess. Ljóst er að hér á landi eiga þessir málmar að mestu rætur sínar að rekja til áfoksryks
í andrúmslofti en ekki mengunar af mannavöldum. Mosasýnin frá fslandi voru hins vegar lægst
að blý- og zinkinnihaldi, en þessi efni em lítið sem ekkert í áfoksryki.
Á meginlandinu berst jám út í andrúmsloftið aðallega ffá jám- og stáliðnaði og
jámgrýtisnámum, en í minni mæli með jarðvegsryki frá Ktið grónum fjalla- og heimskauta-
svæðum. Jám er nauðsynlegt öllum lífverum og er hættulítið þótt í háum styrk sé. Vanadíum-
mengun á hins vegar einkum rætur sínar að rekja til bmna olíu og olíuhreinsunar. Vanadíum
binst jarðvegskomum mjög fast og er tekið upp af háplöntum í mjög takmörkuðum mæli. f
nágrannalöndunum berst kadmíum helst út í umhverfið með fosfóráburði á landbúnaðarsvæðum,
frá sorpbrennslustöðvum og við bmna olíu og kola. Kadmíum getur haft beinar eiturverkanir og
safnast fyrir í lífvemm. Hjá spendýmm sest það í ným og lifur. Kopar, króm- og nikkelmengun
í andrúmslofti er yfirleitt rakin til málmvinnslu og bræðslu en einnig stafar nikkelmengun af
bmna olíu. Kopar er nauðsynlegt snefilefni fyrir allar lífverur. í háum styrk getur hann haft
verulegar eiturverkanir á háplöntur, þömnga, sveppi og hryggleysingja, en flest spendýr em hins
vegar ekki viðkvæm fyrir kopar. Króm getur haft eiturverkanir á flestar lífverur sé það í háum
styrk í umhverfinu. í verksmiðjureyk er það í mjög eitmðu formi en í jarðvegi hvarfast það og
verður mun hættuminna. Nikkel getur haft eituráhrif á flestar plöntur og sveppi en spendýr era
ekki sérlega viðkvæm gagnvart því (Ruhling o.fl. 1992).
Samanburður niðurstaðna úr vöktunarverkefninu við fyni mælingar á málmum í mosum
hér á landi sýnir allgóða samsvömn (3. tafla). Það ber að hafa í huga að við fyrri rannsóknir
vom sýni tekin á einu svæði eða takmörkuðum hluta landsins. Þá var hluti sýna í rannsókn
Schunke og Thomas (1983) úr þéttbýli en í vöktunarverkefninu vom sýni ekki tekin í næsta
nágrenni við þéttbýli, fjölfama vegi eða mengandi atvinnurekstur.
Þótt talsvert magn af ákveðnum málmum hafi mælst í mosasýnum frá íslandi þá segir það
lítið um magn þeirra í beitargróðri eða landbúnaðarafurðum. Þess munu ekki vera dæmi að búfé
hafi beðið tjón af þungmálmum í grasi hér á landi, en þær rannsóknir sem gerðar hafa verið
benda til að styrkur þeirra sé innan eðlilegra marka (Bjöm Guðmundsson og Þorsteinn
Þorsteinnsson 1980, Þorsteinn Þorsteinsson og Friðrik Pálmason 1984, Friðrik Pálmason o.fl.
1989). Þá sýna rannsóknir á sláturafurðum hér á landi að magn þungmálma og annarra
aðskotaefna í þeim er langt neðan við þau alþjóðlegu hámarksgildi sem sett hafa verið um þessi
efni (Brynjólfur Sandholt 1992). Sá mikli munur sem kom fram á magni þungmálma í mosum