Ráðunautafundur - 15.02.1993, Qupperneq 78
70
3. tafla. Samantekt um niðurstöður mælinga á málmum í mosasýnum hér á landi. Til samanburðar eru
einnigsýndar niðurstöður mælinga á háplöntusýnum úr beitartilraunum frá Hesti, Auðkúluheiði, Álftaveri og
Kálfholti. Sýnd eru meðaltöl og lægstu og hæstu gildi innan sviga, pg/g.
Mosasöfnun um allt landl990' Grundartangi Hvalfirði3 Suðvesturland- Kjölur3 Beitartilraunii^
Plöntusýni Hylocomium-mosi Racomitríum-mosi Racomitrium-mosi Háplöntur
Fjöldi sýna 106 68 30 25
Blý 2,5 (0-13,9) 10 (5-19) 16 (2-65)
Járn 3884 (452-15923) 8000 (3000-18000) 7636 (2917-16167) 864 (138-2893)
Kadmíum 0,49 (0-2,2) 0,05 (0,03-0,09) 0,03 (0,01-0,25)
Kopar 10,3 (2,7-57,6) 12 (5-30) 15 (6-42) 3,7 (1,3-8,5)
Króm 3,3 (0,4-24,2) 9(4-18) 3(1-16)
Mangan 145 (30-356) 111 (35-235) 238 (44-740)
Nikkel 3,6 (0,6-25,4) 8(3-17) 11(3-45) 2,1 (0,6-6,0)
Zink 19,7 (9,7-43,6) 23 (12-50) 20 (8-57) 39(19-112)
1) Ruhling o.fl. 1992, 2) Jón Eldon 1983, 3) Schunke og Thomas 1983, 4) Bjöm Guðmundsson og Þorsteinn
Þorsteinsson 1980.
milli móbergssvæðisins og annarra hluta landsins er mjög athyglisverður. Ekki er loku fyrir það
skotið að hann mundi greinast í minni mæli í háplöntum og grasbítum ef grannt væri skoðað.
Niðurstöður mælinga sem gerðar hafa verið á þungmálmum í gróðursýnum úr beitartilraunum
(Bjöm Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson 1980) sýna að mikill munur er á hæstu og
lægstu gildum (3. tafla). Hugsanlegt er að hann stafi að einhvetju leyti af þessum svæðamun. Á
Fæðudeild Rala voru á síðastliðnu hausti tekin sýni af lifur og nýmm úr lömbum sem slátrað var
á Selfossi, Borgamesi, Hólmavík, Blönduósi, Húsavík og Höfn í Homafirði. í sýnunum verða
greindir þungmálmar og kannað hvort munar gæti milli lamba sem gengið hafa í sumarhögum á
móbergssvæðinu og utan þess (Ólafur Reykdal, munnlegar upplýsingar).
FRAMTÍÐ UMHVERFISVÖKTUNAR
Ráðgert er að Island taki þátt í næstu mosasöfnun sem ffam fer vegna þessa vöktunarverkefnis
árið 1995. Milvægt er að geta haldið því áfram og fá samanburð við þann gmnn sem lagður var
með söfnuninni árið 1990. í umhverfisvöktun er nauðsynlegt að endurtaka mælingar reglulega
til að geta fylgst með ástandi umhverfisins og greina breytingar sem á því kunna að verða. Lítið
sem ekkert fé hefur fengist til þessa verkefnis hér á landi og hefur það að mestu verið kostað af
Norrænu ráðherranefndinni, en Rannsóknastofnun landbúnaðrins bar einnig af því nokkum
kostnað árið 1990. Þátttaka í verkefninu árið 1995 er í nokkuri óvissu.
Á vegum ráðherranefndarinnar hefur einnig verið komið á langtímaumhverfisvöktun á
litlum afmörkuðum vatnasvæðum til að fylgjast með mengun í andrúmslofti. Mæld era ýmis efni
í andrúmslofti, úrkomu, jarðvegi og afrennslisvatni, auk þess sem gerðar em mælingar á gróðri.
Þátttaka í þessu verkefni, með vöktun á afmörkuðu vatnasvæði hér á landi, hefur verið í athugun