Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 87
79
minna eða sambærilegt magn aðskotaefna þegar samanburður er gerður við mjólk í öðrum
löndum.
Úttektin ætti að styrkja stöðu íslenkra mjólkurvara á innlendum markaði og auka tiltrú
neytenda á framleiðslunni. Þó er nauðsynlegt að efla eftrirlit með aðskotaefnum í
mjólkurvörum og gera þarf úttektir með reglulegu millibili.
Til þess að íslenskar mjólkurafurðir seljist erlendis sem hreinar afurðir þurfa þær að
innihalda minna magn aðskotaefna en sambærilegar erlendar vörur. Það kann að vera hægara
sagt en gert að ná þessu markmiði þar sem víða erlendis hefur tekist að lækka styrk
aðskotaefna í mjólk. Við bætist að sum klórkolefnissambönd eru að dreifast um allar jarðir.
Ekki er sjálfgefíð að mengun haldist hér á jafnlágu stigi og nú er. Mengun getur borist
erlendis frá með loftstraumum og geislavirkni getur borist yfir landið eftir kjarnorkuslys.
Ef selja á matvæli sem hreina afurð þarf að vera hægt að styðja sölustarfið með: (a)
mæliniðurstöðum sem sýna óverulegt magn aðskotaefna, (b) virku eftirliti sem dregur úr líkum
á mengun og (c) góðri ímynd framleiðslunnar. fmynd hinnar hreinu matvælaframleiðslu er
land sem er að stórum hluta ósnortið, förgun á sorpi er með tryggum hætti, umgengni við
landið er til fyrirmyndar, og snyrtimennska við býli og vinnslustöðvar meiri en í öðrum
löndum. Gróðureyðing og sorp á víðavangi samrýmist ekki hinni góðu ímynd. Við
framleiðslu á hreinum matvælum þarf ítrustu aðgæslu, ekki síst hjá bóndanum.
Hversu hreinar íslenskar landbúnaðarafurðir verða í framtíðinni fer að mestu leyti eftir
umgengni okkar við náttúruna og meðferð efna sem notuð eru við framleiðsluna. íslendingar
eru fyrst og fremst matvælaframleiðendur og vel er mögulegt að verðmæti framleiðslunnar
fari talsvert eftir hreinleika hennar í framtíðinni.
HEIMELDIR
Carl, M. (1990). Heavy metals and other trace elements. í: "Monograph on residues and contaminants in milk
and milk products," bls. 112-119. Intemational Dairy Federation special issue 9101, Brussels.
Egmond, H.P. (1990). Mycotoxins. í: "Monograph on residues and contaminants in milk and milk products,"
bls. 173-189. Intemational Dairy Federation special issue 9101, Bmssels.
Heeschen, W.H. & Bluthgen, A. (1992). Current problems of chemical residues and contaminants in milk.
Bulletin of the IDF 272, bls. 11-14.
Jay, J.M. (1978). Modem food microbiology, 2. útg., bls. 400-404. Van Nostrand, New York.
Josephsen, H. & Munksgaard, L. (1989). Nitratindhold i konsummælk og i mælkepulver. Mælkeritidende 25:
636-639.
Kristín Hlíðberg (1993). Tetrasýklín í mjólk. í: "Úttekt á aðskotaefnum í íslenskri mjólk." Starfshópur um
hreinleika mjólkurafurða, 1. rit, bls. 37 - 40.