Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 91
83
Sambærilegar niðurstöður frá Sviss og Hollandi:
Sviss Kýr: Blý Kadmium Kvikasilfur Arsen
Vöðvi 0,18 0,036 26 86
Lifur Svín: 0,34 1,3 28 17
Vöðvi 0,31 0,041 9 12
Lifur Holland Kýn 0,33 0,45 32 9
Lifur Svín: 0,4 2,5 7
Lifur 0,16 0,75 8
Að jafnaði hafa verið tekin 10 sýni úr afurðum sauðfjár, nautgripa, svína og hrossa til
rannsókna á hverju efni fyrir sig á ári þó svolítið mismunandi eftir tegundum en megin
áhersla hefur hingað til verið lögð á sauðfjárafurðir.
Fúkalyf hafa ekki verið staðfest þegar leitað hefur verið eftir þeim í þessum prófunum
enda notkun fúkalyíja lítil í okkar landbúnaði. Innkaupsverð fúkalyfja sem notuð eru handa
dýrum hér á landi er ca 8 miljónir króna á innkaupsverði. Þar af er talið að júgurbólgulyf séu
um 3,2 miljónir. Því miður hefur ekki tekist að fá upplýsingar um sambærilegar tölur frá
öðrum löndum en ólíklegt er að þær séu lægri miðað við búfjárfjölda.
Niðurstöður ofangreindra prófana leiða í ljós að innihald aðskotaefna í íslenskum
sláturafurðum er langt undir þeim alþjóðlegu hámarksgildum sem sett hafa verið um þessi
efni. Þessar niðurstöður koma ekki á óvart og er þáttur í að staðfesta þá staðhæfingu að
íslenskar landbúnaðarafurðir eru "hreinar" eins og sagt er.
Skýringin er að íslenskur landbúnaður er ekki samþjappaður borið saman við það sem
víða á sér stað erlendis, mengun frá umhverfinu er lítil og smitsjúkdómar fáir. Notkun
tilbúins áburðar er í lágmarki, þörf fyrir vamarefni sama sem engin og bann er við íblöndun
fúkalyfja í fóður. Hér gilda einnig mjög strangar reglur um notkun og sölu lyfja og vegna
einangrunar landsins er auðvelt að fylgja þeim eftir. Margar þjóðir vildu standa í okkar
spomm hvað hreinleika landbúnaðarafurða snertir og þeirri stöðu megum við ekki glata þó
að á móti blási í íslenskum landbúnaði nú um stundir.
Hvaða þýðingu hafa þessar mælingar, sem lagt er í, aðeins til að staðfesta það sem við
vissum öll fyrir, að íslenskar afurðir em þær "hreinustu í heimi".
Eftirlitið stuðlar fyrst og fremst að því að neytendur fái heilnæma vöm í hendur og
veitir jafnframt upplýsingar um hvort framframleiðsluhættir bænda em í lagi.