Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 93
85
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1993
Fagráð í landgræðslu
Egill Jónsson, alþingismaður
Að tillögu Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra ákvað landbúnaðarráðherra, Halldór
Blöndal, þann 29. október 1992 að skipa fagráð í landgræðslu. f skipunarbréfi ráðuneytisins
segir orðrétt:
"Verkefni fagráðs verði m.a. að vera ráðgefandi um:
1. Markmið og leiðir í landgræðslustarfinu.
2. Framkvæmdaáætlanir.
3. Tengsl við félagasamtök og stofnanir.
4. Starfsaðferðir í varðveislu og endurheimt landgæða.
5. Leiðir til sjálfbærrar landnýtingar.
6. Ráðgjöf, fræðslu og kynningu.
7. Skipulag landgræðslustarfsins.
Auk þess láti Fagráð, í samráði við landgræðslustjóra, til sín taka önnur mál, sem
varða verkefnasvið Landgræðslu ríkisins eftir því sem ástæða kann að vera til."
Fagráð er þannig skipað: Egill Jónsson, formaður, Sveinbjöm Dagfinnsson, Magnús
Jóhannsson, Auður Sveinsdóttir, Sveinn Sigmundsson og Atli Vigfússon.
Að því er varðar Landgræðslu ríkisins má segja að hér sé ekki um algjört nýnæmi að
ræða. Þegar landgræðsluáætlun 1982-1986 var samþykkt á Alþingi varð samkomulag um
milli stjómmálaflokkanna að koma á fót samráðsnefnd með einum fulltrúa frá hveijum flokki
undir fomstu ráðuneytisstjórans í landbúnaðarráðuneytinu. Þessi nefnd var að störfum allan
síðasta áratug. Hún samdi m.a. tvær næstu landgræðsluáætlanir, auk þess sem hún kynnti sér
landgræðslustarfið, m.a. með ferðalögum víða um landið, og áreiðanlega hafa tengsl Alþingis
við landgræðslustarfið styrkt þessa starfsemi.
Segja má að störfum Landgræðslunefndarinnar hafi lokið með því að alþingismennimir
sem þar störfuðu fluttu á Alþingi tvær þingsályktunartillögur, sem báðar voru samþykktar á
Alþingi. Þessar tillögur hafa haft mikil áhrif til að móta landgræðslustarfið um þessar mundir
og skýra með trúverðugum hætti ástand gróðurfars á landinu. Til fróðleiks em tillögumar
birtar hér.
Eins og ffam kemur í erindisbréfi landbúnaðarráðherra hefur nefndin ekki manna-
forráð. Hins vegar, ef vel tekst til, getur hún haft mikilvæg áhrif til þess að efla landgræðslu-
og gróðurvemdarstarf. í þeim efnum er gott samstarf við landgræðslustjóra gmndvallaratriði.
Skipan ráðsins ber þess merki að af því er til nokkurs ætlast í landgræðslustarfinu, því