Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 102
94
lúpínu til landgræðslu, og e.t.v. annarra nota, virðast leyst. Lúpínan á þó ekki heima alls
staðar á landinu og lögð er áhersla á að skipuleggja landnám hennar í sátt við náttúru
landsins. Vegna óhagstæðs árferðis varð uppskera lúpínufræs aðeins rúm 2 tonn á s.l. ári, en
reikna má með enn meiri uppskeru á næstu árum. Ef sáð er með raðsáðvélum þarf aðeins um
4 kg/ha af fræi. Alls var sáð lúpínu í um 600 ha á vegum Landgræðslunnar 1992, einkum
í fræakra, landgræðslugirðingar og heimalönd bænda.
Alhliða gróðurbótastarf
Vaxandi áhersla er lögð á alhliða gróðurbótastarf. Reynt er að gæta margvíslegra sjónarmiða,
svo sem (a) þarfa landbúnaðarins, þannig að unnt sé að afla með sem mestri hagkvæmni
þeirrar búvöru sem þjóðin þarfnast á hverjum tíma, (b) vemdun þéttbýlis, sveita, virkjana og
samgönguleiða fyrir sand- og moldfoki, (c) þarfa almennings fyrir útivist í aðlaðandi
umhverfi, (d) þarfa akandi, gangandi og ríðandi ferðamanna fyrir heppilega áningarstaði í
byggð og óbyggð.
Samstarf við sveitarfélög, samtök, bændur og áhugafólk fer vaxandi. Þann 1. nóvem-
ber s.l. stofnuðu Öræfingar fyrsta formlega landgræðslufélagið. Markmið og verkefni félags-
ins er að koma á sem samfelldustum nytjagróðri á undirlendi sveitarinnar auk fjallahlíða þar
sem gróðurskilyrði og aðstæður til alhliða ræktunarstarfa leyfa. Landgræðslan mun kappkosta
að stuðla að stofnun fleiri landgræðslufélaga. Árangursríkt landgræðslustarf krefst þess að
öll þjóðin sé þátttakandi á einn eða annan hátt. f samræmi við þessa stefnu Landgræðslunnar
aðstoðaði stofnunin og hvatti á þriðja hundrað samtök og einstaklinga við margháttuð
gróðurvemdar- og landgræðsluverkefni á síðasta ári.
Þekking er hornsteinn árangurs
Landgræðslan lítur á öflun og miðlun þekkingar sem einn mikilvægasta homstein árangursríks
starfs. Skortur á þekkingu hefur háð ýmsum sviðum starfsins. Á það ekki síst við um eðli,
útbreiðslu og orsakir jarðvegseyðingar og ástand landsins almennt og samhengi hennar við
landnýtingu. Landgræðslan leggur áherslu á aukið rannsókna- og þróunarstarf og mun koma
þar að verki, bæði sem hvati og beinn þátttakandi í samstarfi. Stefnt er að því að auka mjög
fræðslu, leiðbeiningar og kynningarstarf á sviði landgræðslu og gróðurvemdar. Mikilvægt er
að þjóðin þekki þann vanda sem við er að etja og geri sér ljóst hve mjög búseta á íslandi og
lífskjör íbúanna em undir gróðurfari landsins komin. Brýnt er að landsmenn geri sér fulla
grein fyrir því að ástand gróðurlenda og jarðvegs ræðst að veralegu leyti af meðferð landsins.