Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 119
111
Mælingar á rofabörðum á Norðausturlandi 1989-1991 sýndi að meðaltali 8 cm hörfun
á tímabilinu (meðaltal 31 mælipunkta). En mörg þeirra hörfuðu síðan tugi cm á árinu 1992
sem var mun þurrara og vindasamara ár.
Mœlingar á rofhraða með aðstoð loftmynda. Erfitt hefur reynst að mæla rofhraða með
loftmyndum nema því aðeins að eyðingin hafi verið mjög mikil og nemi mörgum metmm á
því tímabili sem loftmyndimar taka yfir. Enda þótt loftmyndimar séu stækkaðar mikið (t.d.
í mælikvarðann 1:4000), þá samsvarar hvert örmjótt blýantsstrik (0,5 mm) 2 m á myndinni.
Ef loftmyndir em teknar með 20 ára millibili og eyðingin nemur 10 cm á ári er sú færsla þó
ekki meiri en svo sem nemur mjóu blýantsstriki. Rofið getur eigi að síður verið rnikið. Af
þessu ætti að vera ljóst að mjög erfitt er að nota loftmyndir til að meta rof út frá rofabörðum
nema að fleira komi til. Hins vegar má auka nákvæmi þessara mælinga til muna með aðstoð
tölvutækni. Hægt er að "skanna" loftmyndir inn í tölvu, sem tekur nákvæma eftirmynd af
loftmyndinni á svipaðan hátt og búin em til ljósriL Eftir að myndin er komin í tölvu má
vinna hana á ýmsan hátt (myndvinnsla), og stækka þær enn frekar upp eftir þörfum. Með
þessari tækni má margfalda nákvæmnina, þannig að línan umhverfis börðin verður sem svarar
10-30 cm breið.
1. tafla. Niðurstöður rofmælinga með notkun loftmynda á þremur svæðum á Mývatnsöræfum.
Svæði Lengd rofjaðars km Gróið land ha Roflengd*’ km/km2 Tap ha/km2 Tap á ári ha/km2
Norðmelur
1960 5,168 9367 54,0
1981 3,633 9,129 - 438 031
Jörundur
1960 0,279 U98 17,4
1983 0,143 1398 173 13,08 037
Eilífsvötn
1961 6,938 13383 49,6
1991 7,393 13,301 55,6 4,88 0,16
a) Roflengd táknar lengd rofa á hvem ferkílómetra gróins lands.
í 1. töflu em skýrðar niðurstöðum breytinga á þremur svæðum eftir loftmyndum sem
spanna 21, 23 og 30 ára tímabil. f öðmm dálki er gefin lengd rofjaðarins á hverju athugunar-
svæði og þriðji dálkur sýnir breytingar á gróðurhulunni. Við mælingamar var þess gætt að
fara sem best eftir gróðuijöðrunum og elta ýmsar skorur í börðunum eftir því sem nákvæmnin