Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 126
118
RÁDUNAUTAFUNDUR 1993
Landgræðslustörf og framkvæmd þeirra í héraði
- Þátttaka bænda og ráðunauta
Stefán Skaftason
Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga
í upphafi þessarar aldar var gróður á landinu mjög illa farinn. Uppblástur mikill, landeyðing og
landauðn blasti víða við. Fjöldi býla lagðist af vegna landeyðingar. Þar sem áður voru
vöxtulegir skógar, var urið land, sorfið í mel, annarsstaðar voru skógar illa famir. Þetta átti
srnar skýringar í mjög hörðu árferði, fyrst frá 1740-1840, og aftur frá 1860-1890, sem er
líklega eitt versta harðindatímabil, sem gengið hefur yfir ísland síðan landið byggisL Síðan
bættust við afleiðingar eldgosa, sem margfólduðu afleiðingamar á gróðurlendi landsins.
Búskaparlag fyrri alda var undir þessum aðstæðum stór áhrifavaldur á gróðureyðinguna.
Talið er að kolagerð hafi að mestu hætt um 1870-1880. Það hafði mikil áhrif á
vemdun þeirra skógarleifa, sem þá vom enn eftir. Síðan þegar sauðauppeldi var hætt, um eða
eftir aldamótin, minnkaði álagið mikið á afrétti og heimahaga. Hlýindaskeiðið frá 1920-1960,
var mjög hagstætt öllum gróðri og varð þá mikil breyting á öllum gróðri til batnaðar. f byijun
þessarar aldar þegar fslendingar fengu aukna sjálfsqóm í eigin málum, vaknaði áhugi
stjómvalda á því, að takast á við hinn alvarlega uppblástur, sem víða var orðinn að
óviðráðanlegu vandamáli. Með ráðningu Kofoed-Hansen sem skógræktarstjóra og Gunnlaugs
Kristmundssonar sem starfsmanns við sandgræðslu 1907, má segja að upphefjist nýtt tímabil í
gróðursögu landsins. í upphafi voru fjárveitingar mjög af skomum skammti, en þegar árangur
starfsins fór að koma í ljós jókst áhugi meðal bænda að starfa að landvemd. Lengi fram eftir
öldinni máttu þó þessir frumheijar beijast við fordóma og skilningsleysi, bæði meðal bænda og
almennings fyrir gildi þess að rækta skóg eða stöðva sandfok með skjólgörðum eða sáningu
fræs.
Bændur tóku frá upphafi þátt í þessari baráttu í einhveijum mæli, en auðvitað var áhugi
þeirra mismikill og oft vantaði skilninginn fyrir gildi uppgræðslunnar fyrir þeirra eigið umhverfi.
Fjárskortur hefur alltaf háð starfsemi skógræktar og landgræðslu, þó megi segja að hin
síðari ár hafi þetta lagast. Sérstaklega gerist það eftír að almenningur í þessu landi fór að láta
umhverfismál til sín taka í auknum mæli.
Ahugi á skógrækt var lengi framan af mjög takmarkaður. Meðal almennings bar mjög
á vantrú á þessari ræktun, þó vom einstaklingar sem höfðu brennandi áhuga á skógrækt og
voru hinir raunverulegu vormenn íslands í skógræktinni. Skógareitir við bæi víða um land
vitna um þennan áhuga og þeir sýndu öðrum fram á, að skógrækt var raunverulegur möguleiki,
jafnvel á íslandi.