Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 131
123
Næst var gerð breyting á sandgræðslulögunum árið 1941. Þá hétu lögin. Lög um
sandgrœðslu og heftingu sandfoks 1. nr. 18, 28. maí 1941.
Þá fyrst kemur ílögin ákvæði um að ráðherra skipi sandgræðslustjóra með sérþekkingu
á sandgræðslumálum, en hann skyldi skipa sandgræðslumenn og sandgræðsluverði. Því má
skjóta hér inn að til þessa hafði Gunnlaugur Kristmundsson ekki verið í fullu starfi. Hann
stundaði stöðugt kennslu á vetmm, en nú var hann skipaður sandgræðslustjóri.
Þó að ákvæði um að 'forstjórn" þessara mála væri hjá BÍ væri áffam í 1. gr. laganna,
varð Sandgræðslan nú í reynd að sjálfstæðri stofnun sem síðar fékk fast aðsetur í Gunnarsholti
1947 er Runóflur Sveinsson tók við af Gunnlaugi. Nú var farið að kalla "stofnunina"
Sandgræðslu íslands.
Með komu þeirra bræðra Páls og Runólfs hófst um margt nýr tími. Ég nefni hér þann
mikla búskap sem þeir tóku að reka í Gunnarsholti jafnhliða vamarstarfmu. Þeir hófu sóknina
miklu með túnrækt á eyðisöndum, sem svo breiddist út með félagsræktun á söndum í stórum
stíl svo sem á Skógasandi og í Austur-Skaftafellssýslu.
Þetta og eins hitt að sýnt var fram á að græða mátti eyðisanda með sáningu og
áburðargjöf og samhliða beita á landið var ekki aðeins mikilvægt ffá búskaparsjónarmiði - það
tengdi landgræðsluna við búskapinn og við bændur og bændur við landgræðsluna.
Þarna var sýnt hvemig hægt var að græða land og búa á því samtímis.
Næst vom lögin endurskoðuð af nefnd sem Ingólfur Jónsson þáverandi landbúnaðar-
ráðherra skipaði 1964 og var Hákon Bjamason skógræktarstjóri formaður hennar.
Þau lög, (lög um landgræðslu nr. 17/1965) gilda enn í öllum megin atriðum.
Heiti laganna var nú breytt í "lög um landgrceðslu" og stofnuninni gefið nafn
Landgrœðsla ríkisins. Þá var því nú slegið föstu að aðsetur hennar skyldi vera í Gunnarsholti á
Rangárvöllum.
Viðfangsefni stofnunarinnar vom skilgreind og skyldu þau vera:
"1. Sandgræðsla (uppgræðsla), sem er hefting jarð- og sandfoks og græðsla gróðurlausra
og gróðurlítilla landssvæða.
2. Gróðurvemd, sem kemur í veg fyrir ofnotkun gróðurs hindrar hvers konar skemmdir
gróðurlendis og bætir gróið land til að auka mótstöðuafl þess gegn eyðingu".
Hér var í raun um mikilvæga nýjung að ræða. Hér vom fyrirbyggjandi aðgerðir teknar
upp, sem þáttur starfsins. Heimild landgræðslustjóra til að ráða fulltrúa - sem fela mátti annan
hvom þáttinn, landgræðslu eða gróðurvemd var, táknandi og mikilvæg.
Þá komu og ákvæði um gróðurvemdamefndir, sem skyldu starfa í hverri sýslu á ábyrgð
sýslunefnda og í tengslum við búnaðarsamböndin. Dcemi um að löggjafinn líti svo á að
farsœlast sé að vinna að vernduninni í samvinnu og með samábyrgð þeirra, sem nýta landið.