Ráðunautafundur - 15.02.1993, Síða 132
124
Varðandi gróðurvemdina bundu menn miklar vonir við ákvæði um rannsóknir, um fela
skyldi Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans að annast rannsóknir á beitarþoli og hættu á
gróðureyðingu. (Við þessu hlutverki hefur Rala tekið enda er ákvæðið enn í gildi).
Hinar miklu og merku gróðurrannsóknir, vom þá fyrir nokkrn hafnar með megináherslu
á gróðurkortagerð, en einnig með flokkun gróðurlenda og uppskemmælingum. Vonir manna
stóðu þá tíl að hægt yrði með því að mæla, stærð einstakra gróðurlenda á ákveðnu landssvæði,
mæla meðaluppskem þeirra hvers fyrir sig, svo og meltanleika jurtanna, að reikna með
ákveðnum stuðlum beitarþol viðkomandi svæðis og gefa það upp í einni tölu t.d. beitar-
ærgildum. Þetta skýrir einnig að þegar lögum um afréttannálefni og íjallskil o.fl. (1. nr.
42/1969) - kaflanum um ítölu, var breytt að tíllögum Landnýtíngar- og landgræðslunefndar
1974, vom tekin upp skýr ákvæði, sem enn gilda, um að ítölu skuli byggja á beitarþols-
rannsóknum svo sem við verði komið, (22. gr. 1. nr. 6,1986).
Að þessu vík ég síðar.
Af öðmm nýmælum frá þessari endurskoðun laganna má svo að lokum nefna ákvæði
26.-39. gr. laganna um "Félög til landgræðslu", sem enn bera vott um þá hugsun að tengja enn
meira og betur saman störf bænda og Landgræðslunnar.
Þessi kafli laganna er sem sniðinn fyrir þau félög sem nú er verið að stofna. Stofnað
hefur verið landgræðslufélag í Öræfasveit og fleiri munu vera í undirbúningi.
Þá er þess að geta að við endurskoðun laganna 1964 vom uppi tíllögur í nefndinni um
að fella niður með öllu tengsl Landgræðslunnar við Búnaðarfélag fslands. Þetta var borið undir
ráðherra, Ingólf Jónsson, og var hann því andvígur. Því er enn að finna ákvæði í 3. gr. laganna
um að stjóm BÍ skuli hafa umsjón með landgræðslumálum fyrir hönd ráðherra.
Álit Landnýtingar- og landgrœðslunefndar og landgræðsluáætlunin 1974-78 ollu á
margan hátt tímamótum. Eg nefni fyrst tillögur hennar um breytingar á lögum um landgræðslu,
þær síðustu sem máli skipta. (lög nr. 54, 1975 um br. á lögum nr. 17, 1965). Starfssvið
Landgræðslu vora nú skilgreind þijú, auk sandgræðslu, heftingar sandfoks og gróðurvemdar
kom; "gróðureftirlit sem fylgist með notkun gróðurs, vinnur gegn ofnotkun hans og
hverskonar skemmdum á gróðulendum". Ákvæði með heimild Landgræðslunnar til að styrkja
sveitarfélög og upprekstrarfélög tíl uppgræðslu, jarðvegs- og gróðurvemdaraðgerða o.fl. (8.
gr. laga nr. 54/1975) var nýmæli. Á gmndvelli þess hefur t.d. öll græðslan á mörkum afrétta
og heimalanda á Suðurlandi farið ffam.
Kaflinn um ítölu í lögum um afréttarmálefni og fjallskil o.fl. var endurskoðaður í heild
eins og að framan getur. ítöluákvæðin vom tengd við ákvæðin í landgræðslulögunum og
samræmd þeim.
Einn af liðum áætlunarinnar sjálfrar var fjárveitíng tíl Búnaðarfélags íslands til að hafa
ráðunaut í landnýtingu og hefur það síðan haft landsráðunaut á því sviði.