Ráðunautafundur - 15.02.1993, Page 134
126
sjónarmiðum fjárhagslegra hagsmuna, beinu nýtingarsjónarmiði, eða fagurfræði og hlýleika eða
beinum tilfinningasjónarmiðum, en þau síðastnefndu eiga svo fyllilega rétt á sér, það verða
alltaf bændur, sem standa þessum málum næst Einhveijir kunna að mótmæla þessu, og segja
að skammsýn nýtingarsjónarmið ráði mestu hjá bændum, ef það er þá ekki bara andvaraleysi
vanans sem ræður gerðum þeirra. Síðan bregðist menn illa við ef þeim er bent á villu súis
vegar. Þetta kann að eiga við í einstaka tilfellum, en er alls ekki reglan. í þeim tilfellum er líka
mikilvægast að benda mönnum á rétta leið með þeim hætti að ekki verði brugðist öfugt við.
Þar gildir sem ætíð að ráðleggingar verða að byggjast á því að fræða um eðli máls og kynna
staðreyndir.
Síðast í þessum stiklum í gegnum sögu landgræðslumála, mest með tilvitnun í þróun
löggjafarinnar, vil ég nefna þá stefnumörkun í málum landgræðslu og skógræktar er birtist í
ritinu Gróðurvernd, markmið og leiðir sem er gefið út sameiginlega af landbúnaðarráðuneyt-
inu, Landgræðslu rQdsins og Skógrækt ríkisins og kom út 1989. í foimálsorðum segir að lengi
hafi verið til umræðu hjá ráðuneytinu og stofnunum að marka opinbera stefnu ( gróður-
verndarmálum og að hún skyldi vera sameiginleg fyrir þær báðar. Að þessu unnu starfsmenn
stofnananna á árinu 1988 og skiluðu áliti til landbúnaðaiTáðherra 1989.
Þar sem hér var ekki um breytingar á lögum stofnananna að ræða, skoðast
stefnumörkunin sem túlkun á ákvæðum laganna.
Nú er talað um tvíþætt hlutverk beggja stofnananna:
Verndun
Að hefta sandfok og stöðva jarðvegs- og gróðureyðingu.
Að vemda gróður til að spoma gegn gróðurrýmun og jarðvegseyðingu.
Að varðveita sérstætt gróðurfar.
Landbcetur
Að hlúa að gróðri sem fyrir er í landinu.
Að græða h'tt gróið og örfoka land.
Að rækta land í samræmi við fyrirhugaða nýtingu.
Frá sjónarmiði bænda og samtaka þeirra um leiðbeiningaþjónustuna er tvenns að sakna
þama. Að stefnumörkunin skyldi ekki vera unnin í einhveiju samráði við þá og að í kaflanum
"Fræðsla - leiðbeiningar" kemur ekki fram að ætlað sé að hafa samstarf eða samráð við þessa
aðila.
Hug bænda til landgræðslu- og gróðurvemdarmála má auðvitað ráða af mörgu. Af
gerðum þeirra sem einstaklinga bæði að landgræðslu og skógrækL
Þá bera fjölmargar samþykktir samtaka bænda á öllum stigum ekld síður vott um þetta.
Um þessi mál hefur Búnaðarþing þráfaldlega ályktað síðustu áratugina og aðalfundir
Stéttarsambands bænda sömuleiðis hin síðari ár.